Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. júlí 2008 19:31
Gunnar Gunnarsson
BEINT: Breiðablik 6 - 1 ÍA
Úr leik liðanna í 1.umferð.
Úr leik liðanna í 1.umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Skagamenn þurfa nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttunni
Skagamenn þurfa nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir Blika í kvöld
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir Blika í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 6 - 1 ÍA
1-0 Nenad Zivanovic ('3)
2-0 Jóhann Berg Guðmundsson ('21)
3-0 Nenad Zivanovic ('25)
4-0 Magnús Páll Gunnarsson ('68)
5-0 Magnús Páll Gunnarsson ('73)
6-0 Prince Rajcomar ('77)
6-1 Björn Bergmann ('82)

Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu á Kópavogsvelli þar sem Blikar taka á móti Skagamönnum í 12. umferð Landsbankadeildar karla en leikurinn hefst stundvíslega klukkan 19:15.

90 mín Búið að flauta til leiksloka. Blikar vinna öruggan sigur á Skagamönnum 6-1. Ófarir Skagamanna halda áfram en Breiðablik setur stefnuna á toppbaráttuna með þessu flotta sigri.

82 mín MARK! Björn Bergmann að laga stöðuna fyrir gestina eftir flotta sendingu frá Þórði Guðjónssyni.

81 mín Arnar Grétarsson nærri búinn að skora sjöunda mark Blika eftir einstaklega fallega sókn heimamanna.

77 mín MARK! Prince Rajcomar skorar sjötta mark Blika, þetta er hreint með ólíkindum. Áhorfendur Breiðabliks syngja það er gaman að vera Bliki og það hlýtur svo sannarlega að vera gaman.

73 mín MARK! Veislan heldur áfram hjá Blikum! Ótrúlegt en satt staðan er orðin 5-0. Magnús Páll með sitt annað mark eftir flotta sendingu frá Marel. Þriðja stoðsending Marels og hann fer af velli í stað Prince Rajcomar.

72 mín Skipting hjá Skagamönnum, Guðjón Heiðar Sveinsson fer af velli og Þórður Guðjónsson kemur inná.

68 mín MARK! Magnús Páll Gunnarsson að skora með sinni fyrstu snertingu eftir gullfallega stungusendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni.

65 mín Blikar gera breytingu á sínu liði, Nenad Petrovic fer af velli og inn á kemur Magnús Páll Gunnarsson.

63 mín Heimir Einarsson að fá gula spjaldið eftir brot á Jóhanni Berg, Skagamenn halda áfram að safna spjöldum, þeir hafa þrjú núll yfir þar.

55 mín Skagamenn byrja af miklum krafti í upphafi seinni hálfleiks og Bjarni Guðjónsson með gott skot utan teigs en Casper var vandanum vaxinn í marki Blika og varði vel.

46 mín Leikurinn er kominn af stað hér í seinni hálfleik. Skagamenn hafa gert breytingu á sínu liði í hálfleik en Dario Cingel er farinn af velli í stað Andra Júlíussonar.

45 mín Jóhannes Valgeirsson dómari hefur flautað til leikhlés. Hér er aðeins eitt lið á vellinum Blikar hafa örugga 3-0 forystu og útlitið verður sífellt dekkra fyrir Skagamenn.

41 mín Guðjón Heiðar að fá gula spjaldið fyrir harkalega tæklingu á Marel Jóhanni sem hefur leikið frábærlega hjá Blikum og lagt upp tvö mörk. Hann á skilið að skora í þessum leik hann Marel.

39 mín Arnar Grétarsson fyrirliði Blika með þrumufasta aukaspyrnu af um 25 metra færi en knötturinn fór yfir markið.

36 mín Heimir Einarsson með ágætis skot af löngu færi rétt framhjá marki Breiðabliks. Skagamenn þurfa meira af þessu ef þeir ætla að koma sér inn í leikinn.

30 mín Það gengur ekkert upp Skagamönnum, vörnin er arfaslök og það er bullandi sjálfstraust í liði Blika og það er einfaldlega ávísun á ósigur fyrir Guðjón Þórðarson og hans menn.

25 mín MARK! Það er flugeldasýning hjá Blikum í kvöld. Marel Jóhann að leggja upp mark fyrir Nenad Zivanovic og staðan 3-0 fyrir heimamenn sem leika á alls oddi.

21 mín MARK! Blikar komnir í 2-0 gegn Skagamönnum. Frábær sókn enn og aftur hjá heimamönnum. Marel Jóhann átti góða rispu og sendi knöttinn svo til hliðar á Jóhann Berg sem skoraði af miklu öryggi.

19 mín Helgi Pétur Magnússon í liði ÍA fær að líta fyrsta gula spjaldið eftir brot.

18 mín Skagamenn eru aðeins að vinna sig betur inn í leikinn en án þess þó að skapa stórkostlega hættu upp við mark Blika.

10 mín Blikar eru að yfirspila Skagamenn hér á upphafsmínútum leiksins og engu mátti muna að þeir bættu öðru marki við en gestirnar björguðu á ögurstundu.

3 mín Mark!! Nenad Zivanovic hefur komið Blikum yfir!! Eftir glæsilega skyndisókn heimamanna í Breiðablik átti Nenad Petrovic fína sendingu á nafna sinn Zivanovic og hann gerði sér lítið fyrir og hamraði boltanum efstu upp í markhornið. Óverjandi fyrir Trausta í marki Skagamanna.

1 mín Leikurinn er hafinn, Skagamenn byrja með boltann en Blikar leika í átt að íþróttahúsi sínu hér á Kópavogsvelli.

19:00 Byrjunarliðin eru klár í Kópavoginum og liðin komin út á völl til að hita upp. Guðjón Þórðarson þarf að treysta á hinn 17 ára gamla Trausta Sigurbjörnsson í markinu því Esben Madsen er handarbrotinn og að sama skapi er Stefán Þórðarson fjarri góðu gamni í liði Skagamanna.

Breiðablik: Casper Jacobsen (M), Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnar Grétarsson (F), Guðmundur Kristjánsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Kristinn Jónsson, Nenad Zivanovic, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Orri Margeirsson.

Varamenn: Árni Kristinn Gunnarsson, Prince Rajcomar, Magnús Páll Gunnarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Vignir Jóhannesson (M), Steinþór Freyr Þorsteinsson og Guðmann Þórisson.

ÍA: Trausti Sigurbjörnsson (M), Árni Thor Guðmundsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Bjarni Guðjónsson (F), Heimir Einarsson, Helgi Pétur Magnússon, Vjekoslav Svadumovic, Dario Cingel, Jón Vilhelm Ákason, Björn Bergmann Sigurðarson, Aron Ýmir Pétursson.

Varamenn: Árni Snær Ólafsson (M), Hlynur Hauksson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Atli Guðjónsson, Andri Júlíusson, Árni Ingi Pjetursson og Þórður Guðjónsson.

Blikar hafa leikið á alls oddi í síðustu leikjum, hafa unnið tvö leiki í röð, HK-inga í síðustu umferð og Fylkismenn þar á undan. Einnig gerðu Kópavogspiltar sér lítið fyrir og slógu Íslandsmeistara Vals út úr bikarkeppninni. Með sigri í kvöld geta drengir Ólafs Kristjánssonar gert harða atlögu að toppbaráttunni og komið sér að hlið Fjölnismanna í þriðja sæti deildarinnar.

Skagamenn þurfa lífsnauðsynlega á stigi að halda í kvöld og helst öllum þremur. Piltar Guðjóns Þórðarsonar hafa leikið langt undir væntingum í sumar og sitja sem fastast í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig. Skagamenn hafa aðeins náð að vinna einn leik það sem af er sumri og sá sigur kom gegn Frömurum 20. maí á heimavelli.

Endilega fylgist með spennandi leik hér á Fótbolta.net en bein textalýsing hefst rétt áður en leikurinn hefst og einnig komum við til með að birta byrjunarliðin eins fljótt og hægt er.
Athugasemdir
banner
banner
banner