Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   mið 30. júlí 2008 01:11
Fótbolti.net
1. deild umfjöllun: Selfyssingar halda sínu flugi
Sævar Þór skoraði fyrra mark Selfyssinga.
Sævar Þór skoraði fyrra mark Selfyssinga.
Mynd: Guðmundur Karl
Henning Eyþór Jónasson bætti öðru marki við.
Henning Eyþór Jónasson bætti öðru marki við.
Mynd: Guðmundur Karl
Andri Fannar Stefánsson (til hægri) skoraði mark KA.
Andri Fannar Stefánsson (til hægri) skoraði mark KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 2-1 KA:
1-0 Sævar Þór Gíslason ('29)
2-0 Henning Eyþór Jónasson ('70, víti)
2-1 Andri Fannar Stefánsson ('84)

Selfyssingar tóku á móti KA í frábæru veðri á Selfossvelli í kvöld. Fyrri leikur liðana fyrir norðan endaði 2-2 eftir skemmtilegan leik. Leikurinn í kvöld var ekki eins skemmtilegur en bauð þó upp á þrjú mörk. Fyrir leikinn höfðu Selfyssingar ekki unnið KA síðan árið 1976, en breyting var á því nú. Selfyssingar unnu sanngjarnan 2-1 sigur og var þetta þriðji sigurleikur Selfoss í röð í deildinni.

Selfoss byrjaði mun betur og heldu bolta vel fyrstu 15. mínútur, án þess þó að skapa sér afgerandi færi. KA menn komu sér svo meira inn í leikinn og var það reyndar ekki fyrr en á 20. mínútu sem fyrsta markvarslan í leiknum var, en þá varði Jóhann Ólafur í marki Selfoss vel frá Norbert Farkas. Þremur mínútum seinna varði Jóhann aftur vel, en nú frá Steini Gunnarssyni.

Á 29. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Henning tók góða hornspyrnu sem var bjargað af línu, en enn og aftur var Sævar Þór réttur maður á réttum stað fyrir Selfyssinga og setti boltann örugglega í netið af stuttu færi. Staðan orðin 1-0 fyrir Selfoss.

Fjórum mínútum seinna áttu Akureyringar hættulega hornspyrnu sem Jóhann varði vel. Á 38. mínútu slapp Sævar Þór einn inn fyrir, en frábær vörn hjá KA og ekkert varð úr færinu. Mínútu seinna slapp Sævar aftur í gegn, en þá var brotið á honum rétt fyrir utan teig og aukaspyrna dæmd. Eftir aukaspyrnuna átti Dusan gott færi sem bjargað var í horn, sem ekkert varð úr.

Staðan var því 1-0 fyrir Selfoss í hálfleik og seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, lítið gerðist framan af honum. Á 59. mínútu kom þó fyrsta færið, þá var Sævar að sleppa í gegn og gaf boltann inn á Ásgeir, en gott skot hans fór framhjá. Mínútu seinna var Viðar Örn Kjartansson tekinn niður fyrir utan teig, en ekkert varð úr aukaspyrnunni sem var þó á úrvals stað.

Á 64. mínútu setti Henning stórhættulegan bolta úr horni inná miðjan vítateig, þar var Dusan mættur, en hann skallaði rétt yfir. Annað mark Selfoss lá í loftinu, KA helt þó bolta ágætleg inn á milli, án þess að skapa sér eitthvað hættulegt. Helst voru það vonarboltar sem Jóhann í marki Selfoss átti ekki í vandræðum með.

Mark númer tvö hjá Selfoss kom svo á 70. mínútu, en þá var Viðar Örn tekin niður inn í teig og ekkert annað fyrir dómara leiksins en að dæma víti. Henning Eyþór fór á punktinn og setti boltann örugglega í netið.

Á 79. mínútu slapp Andri Freyr einn í gegnum vörn KA, en frábær vörn hjá KA mönnum og boltinn endaði fyrir aftan markið. Á 84. mínútu náðu Akureyringar ágætis sókn og endaði boltinn inn í vítateig Selfyssinga, þar var Andri Fannar Stefánsson einn og óvaldaður og átti ekki í vandræðum með að skora. Staðan því orðin 2-1.

Það sem eftir lifði leiks reyndu norðan menn að sækja og settu markmann sinn tvisvar fram í föst leikatrið, án þess þó að það bæri árangur. Leikurinn dó því drottni sínum hægt og rólega og nokkuð sanngjarn sigur Selfyssinga staðreynd.
Eftir þennan sigur eru Selfyssingar því enn í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir ÍBV og fjórum stigum á undan Stjörnunni. KA er í nú í 7. sæti deildarinnar með 16 stig.


Ummæli eftir leik:

Elmar Dan Sigþórsson leikmaður KA:
,,Við höfðum boltann 75% af leiknum og eigum dauðafæri það er því ekki skemmtilegt sjö tíma ferðalag framundan.” Aðspurður hvort það, að hafa aðeins fengið eitt stig utan höfuðstað norðurlands væri ekki döpur frammistað í sumar sagði Elmar Dan Sigþórsson: ,,Ég var nú ekki búinn að spá í því, en það er greinilega eitthvað sem er ekki að virka á útivelli, en það þurfum við að laga. Bæta ofan á góðan leik okkar á heimavelli. Það virðist stundum vanta alla greddu í sóknarleik okkar. T.d voru örugglega tíu boltar sem komu inn í teig sem markmaður Selfoss átti ekki í neinum vandræðum með."

Ómar Valdimarsson aðstoðarþjálfari Selfyssinga:
,,Það er gott að fá Sævar Þór aftur í gang. Við vorum orðnir hræddir um að aldurinn væri farinn að segja til sín, en eftir að strákurinn litaði sig og fékk sér sterkari linsur kom sjálfstraustið strax aftur. Annars var leikurinn furðulegur, við náðum ekki upp okkar leik og nú fara nýju leikmenn okkar að banka á dyrnar en þeir Arnar Þór, Kristján Óli, Jón Guðbrands og Hjalti Jó spiluðu ekki mínútu í kvöld.”
Athugasemdir
banner
banner