Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   lau 30. ágúst 2008 19:46
Fótbolti.net
1.deild umfjallanir: Stjarnan á möguleika - KA aftur í fjórða sætið
Þorvaldur Árnason fagnar marki í dag.
Þorvaldur Árnason fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Benediktsson og Birgir Rafn Birgisson kljást.
Jóhann Benediktsson og Birgir Rafn Birgisson kljást.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjalti Már Hauksson og Kári Einarsson eigast við í leiknum í Breiðholti.
Hjalti Már Hauksson og Kári Einarsson eigast við í leiknum í Breiðholti.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Elmar Dan Sigþórsson og Jakob Spangsberg fylgjast með knettinum.
Elmar Dan Sigþórsson og Jakob Spangsberg fylgjast með knettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Andri Júlíusson skoraði tvívegis fyrir KA í dag.  Hér er hann ósáttur eftir að Leiknismenn skoruðu.
Andri Júlíusson skoraði tvívegis fyrir KA í dag. Hér er hann ósáttur eftir að Leiknismenn skoruðu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ingvar Jónsson markvörður Njarðvíkinga ver vítaspyrnu frá Þórði Birgissyni.
Ingvar Jónsson markvörður Njarðvíkinga ver vítaspyrnu frá Þórði Birgissyni.
Mynd: Gunnlaugur Guðleifsson
Liðin ganga til leiks á Siglufirði.
Liðin ganga til leiks á Siglufirði.
Mynd: Gunnlaugur Guðleifsson
Nítjándu umferðinni í fyrstu deild karla lauk í dag þegar að þrír leikir fóru þar fram. Stjarnan á ennþá fína möguleika á sæti í Landsbankadeildinni eftir sigur á Fjarðabyggð, KS/Leiftur og Njarðvík gerðu jafntefli í fallbaráttuslag og KA lagði Leikni.

Staðan í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir


Stjarnan ennþá í séns:

Stjarnan 3 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Þorvaldur Árnason
2-0 Þorvaldur Árnason
3-0 Zoran Stojanovic

Stjarnan og Fjarðabyggð ttust við í Garðabænum í hádeginu í dag. Veðrið var þokkalegt smá gola og gekk á með skúrum. Áhorfendur í Garðabænum hefðu mátt vera fleiri í dag.

Leikurinn fór frekar rólega af stað liðinn skiptust á að sækja á þess þó að skapa sér nein hættuleg færir. Eftir um 15. mínútna leik koma fyrsta alvöru færið en þá spólaði Birgir Hrafn Birgisson sig í gengum vörn Fjarðarbyggðar og lagði boltann á Þorvald Árnason sem átti gott skot sem Srdjan Rajkovic þurfti að hafa sig allan við að verja.

Eftir þetta náðu liðin að skapa sér lítið, á síðustu mínútum fyrri hálfleiks vildu bæði liðinn fá vítaspyrnur en dómari leiksins Marinó Steinn Þorsteinsson dæmdi ekkert og staðan því í hálfleik 0 -0. Stjarnan var þó sterkari aðilinn en fengu engin færi sem hægt er að tala um.

Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað á 54. mínútu þá fékk Þorvaldur Árnason góða stungu sendingu inn fyrir vörn Fjarðarbyggðar komst einn á móti Srdjan í markinu, Srdjan náði að verja fyrsta skotið hann Þorvaldur náði boltanum aftur en varnarmaður fjarðarbyggðar bjargaði á línu en aftur endaði boltinn aftur hjá Þorvaldi og náði hann að klára í þriðju tilraun .

Á 67. mínútu vann Halldór Orri Björnsson boltann af vinstri bakverði Fjarðarbyggðar sendi boltann fyrir markið þar var enginn annar en Þorvaldur Árnason sem átti ekki í neinum vandræðum með að leggja boltann í markið.

Á 90. mínútu kom svo síðasta mark leiksins en þá átti Þorvaldur Árnason góða sendingu inn fyrir vörn Fjarðabyggðar á Halldór Orra Björnsson sem sendi svo boltann fyrir markið þar var Zoran Stojanovic sem lagði boltann í stöngina og inn. Lokatölur í Garðabænum 3–0 fyrir Stjörnuna í flottum fótboltaleik.
Fótbolti.net, Garðabæ - Sigurður Sveinn Þórðarson.


Leiknir missti af dýrmætum stigum
Leiknir R. 2 - 3 KA
0-1 Norbert Farkas
0-2 Andri Júlíusson
0-3 Andri Júlíusson
1-3 Hilmar Árni Halldórsson
2-3 Halldór Kristinn Halldórsson

Leiknir tapaði 2-3 fyrir KA í mikilvægum slag í 1. deildinni í dag. Leiknisliðið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en það var ekki að sjá á liðinu í fyrri hálfleik í dag. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og bættu þriðja markinu við í síðari hálfleik áður en Leiknismenn vöknuðu til lífsins.

Leiknir er tveimur stigum á undan Njarðvík sem er í fallsæti en þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Athyglisvert er að Leiknisliðið mun leika gegn tveimur neðstu liðunum í síðustu tveimur umferðunum og má því búast við mikilli spennu allt til enda.

Leikurinn í dag fór mjög rólega af stað og kom fyrsta markskotið eftir fimmtán mínútna leik en þá skaut Þór Ólafsson yfir mark KA. Það voru hinsvegar gestirnir sem komust yfir á 19. mínútu leiksins þegar Norbert Farkas skoraði með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Dean Martin.

Andri Júlíusson átti hættulegt skot eftir hálftíma leik sem Valur Gunnarsson varði vel í hornspyrnu. Andri náði hinsvegar að skora rétt áður en flautað var til hálfleiks. Boltinn barst á hann í teignum og tók hann snyrtilega bakfallsspyrnu og inn fór boltinn. Leiknismenn voru virkilega bitlausir í fyrri hálfleiknum og héldu boltanum illa.

Í hálfleiknum fór fram skemmtileg vítaspyrnukeppni milli tveggja vinsælustu fótboltavefsíðna landsins, Fótbolta.net og Gras.is. Ritstjórararnir Magnús Már Einarsson og Tómas Meyer áttust við í æsispennandi keppni sem fór alveg í fjórðu umferð bráðabana. Á endanum hafði Fótbolti.net betur og tók Magnús við glæsilegum verðlaunum.

Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis, tók þá ákvörðun að gera tvær breytingar í hálfleik. Inn komu tveir ungir strákar, Aron Fuego Daníelsson og Hilmar Árni Halldórsson. Þeir komu inn með fríska fætur og allt annað var að sjá sóknarleik Leiknis í seinni hálfleiknum.

Leiknir átti að fá vítaspyrnu þegar Jakob Spangsberg var greinilega togaður niður í teignum en Ólafur Kjartansson, mjög dapur dómari leiksins, dæmdi ekkert. Á 54. mínútu jók KA forskot sitt. Varnarleikur Leiknis var eins og oft áður í sumar langt frá því að vera traustur og Andri Júlíusson slapp einn í gegn. Andri kláraði færið laglega, í stöngina og inn fór boltinn og KA komið í 3-0. Þetta var níunda mark KA gegn Leikni í sumar en liðið vann fyrri leikinn á Akureyri 6-0!

Varamaðurinn Hilmar Árni, efnilegur sextán ára leikmaður Leiknis, minnkaði muninn með fallegu skallamarki eftir fyrirgjöf Steinarrs Guðmundssonar á 56. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Leiknir aftur og spenna var hlaupin í leikinn. Halldór Kristinn Halldórsson skoraði með skalla eftir góða aukaspyrnu Vigfúsar Arnars Jósepssonar, fyrirliða heimaliðsins.

Á 75. mínútu voru Leiknismenn nálægt því að jafna en Jakob Spangsberg átti hættulegt skot eftir hornspyrnu sem varnarmaður KA náði að komast fyrir. Leiknismenn voru orðnir bensínlitlir og náðu ekki jöfnunarmarkinu. Undir lok leiksins fékk Þórður Einarsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, brottvísun en Þórður var allt annað en sáttur við frammistöðu dómara leiksins.

Sterkur sigur hjá KA sem er í ágætis málum í fjórða sætinu og og geta Akureyringar farið í síðustu leikina algjörlega óttalausir. Annað gildir um Leiknismenn en falldraugurinn er farinn að sveifa ansi nálægt Efra-Breiðholtinu.
Fótbolti.net, Breiðholti - Sigurjón Michael Kleitz.


Tvö víti í súginn hjá heimamönnum í botnbaráttuslag

KS/Leiftur 0 - 0 Njarðvík

Frábært veður var í Siglufirði í dag þegar KS/Leiftur Mættu Njarðvík í miklum botnslag.

Leikurinn byrjaði mjög rólega og var mikið jafnræði með liðunum en það var síðan á 13. mínútu þegar heimamenn fengu aukaspyrnu útá hægri kanti sem endaði inn á markteig og þar varð mikil barátta um boltann og sá Þóroddur Hjaltalín eitthvað athugavert þar og dæmdi vítaspyrnu. Á punktinn fór Þórður Birgisson en Ingvar Jónsson markmaður Njarðvíkur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna..

Eftir þetta gerðist lítið sem einkenndist af miðjuþófi, en það var svo á 27.mínútu þegar Oliver Jaeger lék á varnarmann gestanna og var svo felldur innan teigs og dæmdi Þóroddur annað víti. Á punktinn fór spilandi þjálfarinn Ragnar Hauksson en skot hans endaði í stönginni og annað vítið farið forgörðum!

Eftir þetta voru heimamenn ívið sterkari og áttu nokkur hálffæri rétt eins og gestirnir en á 34. mínútu sýndu KS/Leiftur flott spil frá vinstri kanti yfir á þann hægri og þar var Cristian Hemburg mættur en skot hans fór hátt yfir. Stuttu seinna tóku heimamenn í KS/Leiftri svipaða rispu en þá var boltanum hins vegar spilað fyrir en þar var varnarmaður Njarðvíkinga mættur og hreinsaði í horn.

Á 40. mínútu var dæmd óbein aukaspyrna innan teigs hjá KS/Leiftri en ekkert varð úr aukaspyrnunni. Eftir þetta fjaraði síðan undan leiknum og var því staðan í hálfleik 0-0.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, lítið um færi og liðin mjög öguð, en á 56. mínútu áttu heimamenn góða sókn og barst boltinn til Olivers Jaeger sem átti gott skot en yfir fór boltinn. Eftir þetta gerðist nákvæmlega ekkert í leiknum lítið um færi og liðin ekkert að taka neina sénsa fram á við.

Það var síðan á 80. mín eftir mikla pressu frá KS/Leiftri þá fékk Ragnar Hauksson boltann fyrir utan teig og lék á einn varnarmann og skaut á markið en skotið fór í mótherja og fékk Ragnar boltann aftur og þá endaði boltinn í stöng! Eftir þetta fengu bæði lið nokkur hálffæri en hvorug liðin náðu að nýta sér þau.

En þegar lítið var eftir áttu heimamenn fína sókn þar sem Grétar Sveinsson sem hafði komið inná sem varamaður sendi boltann inn fyrir á Þórð Birgis sem skorar en þá hafði línuvörðurinn flaggað rangstöðu á Þórð og því markið ekki gilt. Eftir þetta fjaraði undan leiknum og urðu því úrslit leiksins 0-0.
Fótbolti.net, Siglufirði - Kristófer og Ingimar.
Athugasemdir
banner
banner