Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 17. október 2008 16:25
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða KSÍ 
ÍH líklega fallið í 3. deild eftir úrskurð aganefndar
Leikmenn ÍH fyrir leik í sumar.
Leikmenn ÍH fyrir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mikael Nikulásson
Mikael Nikulásson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað að úrslitum leiks Tindastóls og ÍH í lokaumferð 2. deildar karla skuli breytt úr 1-0 fyrir ÍH í 0-3 Tindastóli í vil en meðan sá dómur stendur þýðir það að ÍH er fallið í 3. deild og Hamar bjargar sæti sínu á þennan ótrúlega hátt.

Reyndar er það svo að ÍH hefur enn fimm virka daga til að áfrýja dómnum eða út næstu viku. Ef þeir áfrýja ekki stendur dómurinn og liðið leikur í 3. deild á næstu leiktíð en ef þeir áfrýja þarf málið að fara fyrir áfrýjunardómstól.

Ástæða þess að úrslitum leiksins er breytt er að Mikael Nikulásson þjálfari ÍH átti að taka út leikbann í leiknum vegna fjögurra gulra spjalda. Hann mun hinsvegar hafa haft of mikil afskipti af leiknum með því að vera í vallarhúsi innan við klukkustund fyrir leik og með því að hafa afskipti af liði sínu af áhorfendastæði.

Tindastóll kærði úrslit leiksins enda segja þeir að Mikael hafi rætt við leikmenn og aðstoðarþjálfara 50 mínútum fyrir leik í búningsklefa en eftir það fært sig í starfsmannaaðstöðu þar sem leikmenn og aðstoðarþjálfari ráðfærðu sig ítrekað við hann.

Auk þess hafi hann rætt við aðstoðarþjálfara í hálfleik og gengið með honum til búningsklefa. Þá er einnig stuðst við skýrslu eftirlitsmanns KSÍ í dómnum.

Niðurstaðan þýðir að ÍH endar með 21 stig í deildinni en ekki 24 eins og liðið hafði fengið eftir að mótinu lauk. Þar með er liðið farið niðurfyrir Hamar sem endaði í næst neðsta sæti deildarinnar með 22 stig og bjargar sér væntanlega frá falli nema áfrýjun breyti dómnum. Auk þess að vera dæmt til að tapa leiknum 0-3 fékk ÍH 15 þúsund króna sekt.

Sjá einnig:
Dómurinn á vefsíðu KSÍ (pdf)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner