Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   lau 25. október 2008 10:39
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Setanta 
Henrik Larsson útilokar ekki að snúa aftur til Englands
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Sænski framherjinn Henrik Larsson segir að hann útiloki ekki að snúa aftur til Englands þegar hann yfirgefur núverandi félag sitt, Helsingborg í Svíþjóð. Hann hafði verið orðaður við ensku úrvalsdeildina í sumar og segist ekki stefna á að hætta í fótbolta strax svo allt gæti gerst.

,,Ég elska enn leikinn, ég elska enn að spila og eins skrítið og það er elska ég stundum að æfa, sérstaklega þeegar ég er búinn," sagði Larsson við Setanta Sports en hann er orðinn 37 ára gamall.

Wim Jansen fyrrverandi þjálfari minn sagði mér að maður ætti að halda áfram að spila svo lengi sem maður getur það því eftirá verður ekkert eins," sagði Larsson sem þvínæst var spurður hvort hann gæti hugað sér að snúa aftur til Bretlands þar sem hann lék með Celtic og Manchester United.

,,Ég myndi aldrei segja aldrei, ég hætti tvisvar með sænska landsliðinu og sneri aftur. Svo ég segi ekki aldrei, ég hef fengið einhver tilboð aftur um að fara til ákveðinna staða en mér fannst það aldrei rétt á þeim tíma."

,,Maður veit aldrei, ég meina, ég gæti orðið eldri, en ég hata að tapa og vil vinna. ÉG vil ekki bara vera hérna og ef ég er bara að fylla upp í hópinn gæti ég eins fengið mér sígarettu og vínglas á hverju kvöldi, það er skemmtilegra en að vera bara að fylla upp í hópinn."

Athugasemdir
banner
banner