Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   fös 09. janúar 2009 20:06
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða Liverpool 
Guðlaugur Victor Pálsson til Liverpool (Staðfest)
Guðlaugur Victor ásamt Steven Gerrard nýjum liðsfélaga sínum hjá Liverpool.
Guðlaugur Victor ásamt Steven Gerrard nýjum liðsfélaga sínum hjá Liverpool.
Mynd: Úr einkasafni
Liverpool staðfesti á vefsíðu sinni í kvöld að Guðlaugur Victor Pálsson sé genginn í raðir félagsins frá AGF í Danmörku.

Guðlaugur Victor gekkst undir læknisskoðun hjá Liverpool í dag og að henni lokinni skrifaði hann undir samning við enska félagið sem gildir til 30. júní árið 2011.

Hann mun æfa með varaliði Liverpool á Melwood að því er segir í frétt á vefsíðu Liverpool.

Liverpool og AGF höfðu komist að samkomlagi um kaupin á Guðlaugi á gamlársdag en talið er að kaupverðið sé rúmar 50 milljónir króna.

Guðlaugur Victor Pálsson er 17 ára gamall og lék í yngri flokkum með Fylki og Fjölni. Hann fékk tækifæri með aðalliði Fylkis á undirbúningstímabilinu vorið 2007 en um það sumar gekk hann í raðir AGF. Hann á að baki 10 leiki með U17, og U18 ára landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner
banner