Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. janúar 2009 14:26
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Graham Poll sammála ásökunum Benítez
Graham Poll finnst Ferguson njóta sérmeðferðar
Graham Poll finnst Ferguson njóta sérmeðferðar
Mynd: Getty Images
Graham Poll fyrrum dómari er sammála Rafa Benítez um að Sir Alex Ferguson fái allt of mjúka meðferð frá enska knattspyrnusambandinu.

Benítez skaut óvenju hörðum orðum að kollega sínum hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær og hélt hann því fram að Ferguson fái ekki nægilega harða refsingu fyrir stundum grófa gagnrýni á dómara.

Poll og Ferguson áttu aldrei í neinum sérstökum erjum á meðan dómaraferli hins fyrrnefnda stóð en hann segir samt sem áður að Skotinn snjalli fái sérmeðferð hjá refsinefnd knattspyrnusambandsins.

,,Rafa Benítez sagði það opinberlega sem dómurum hefur fundist í mörg ár – að Sir Alex Ferguson geti sagt hvað hann vilji um þá og að enska knattspyrnusambandið láti hann komast upp með það,” sagði Poll við Daily Mail.

,,Sambandið gæti bent á tveggja leikja bann Ferguson fyrr á tímabilinu sem sönnun fyrir því að hann sé ekki að fá neina sérmeðferð, en það var fyrir að arka inn á völlinn eftir 4-3 sigur gegn Hull og ráðast beint að dómaranum Mike Dean, sem gaf þá skýrslu um atvikið sem tilneyddi FA til að aðhafast eitthvað í málinu.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner