Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 25. janúar 2009 14:22
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Mourinho: Auðvitað getur Liverpool unnið titilinn
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Inter Milan sagði í dag að Liverpool hafi allt til að bera til að vinna ensku úrvalsdeildina á þessari leiktíð. Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Manchester United sem á leik til góða.

,,Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Liverpool á þessari leiktíð," skrifaði Mourinho í Sunday Telegraph. ,,Ég held að þeir hafi allt sem þeir þurfa til að vinna titilinn."

,,Ég skil ekki ennþá afhverju þeir gerðu það ekki undanfarin fjögur ár. Afhverju gætu þeir ekki gert það á þessari leiktíð? Auðvitað geta þeir það."

,,Stjórinn er góður, leikmennirnir er góður, áhorfendurnir eru einstakir, hefði í félaginu er svo mikil, avo afhverju geta þeir það ekki? Ég held að þeir geti það."


,,Venjulega er það svo þegar Meistaradeildin byrjar að þeir tapa einbeitingu á úrvalsdeildinni. Þetta var þannig undanfarin ár þegar þeir stóðu sig mjög vel í Meistaradeildinni en töpuðu of mörgum stigum í deildinni."

,,Þeir hafa þegar tapað 10 stigum heima með því að gera jafntefli í leikjum sem þeir voru vanir að vinna. Gegn Stoke, Fulham, West Ham, Hull og Everton hafa þeir tapað tveimur stigum. Svo ef þú getur ímyndað þér að þeir hefðu þessi 10 stig núna, þá væru þeir á toppi deildarinnar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner