Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 11. mars 2009 06:00
Magnús Már Einarsson
Tveir þjálfarar frá Álftanesi í heimsókn hjá Watford
Álftnesingar fagna marki.
Álftnesingar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær héldu tveir þjálfarar frá Álftanesi til Englands þar sem þeir munu kynna sér starfsemi akademíu Watford og koma á vinasambandi klúbbanna.

Ásgrímur H. Einarsson þjálfari meistaraflokks karla og Birgir Jónasson þjálfari 3. og 4.flokks karla og yfirþjálfari karlaflokka á Álftanesi fóru í ferðina.

Akademía Watford er sú fyrsta á Englandi til þess að koma æfingum barna og unglinga inn í vengjulegan skólatíma og þannig stuðla að því að börnin og unglingarnir eigi kvöldin frí með fjölskyldu og vinum.

Álftnesingar hafa áhuga á að koma þessu á í samstarfi við Álftanesskóla og er sú vinna farin af stað og er þessi ferð hluti hennar.

Hægt verður að fylgjast með ferðalagi Ásgríms og Birgis á sérstakri síðu sem hefur verið búinn til í tengslum við ferðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner