Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. mars 2009 06:00
Magnús Már Einarsson
3.deild: Hvað er að frétta af KFR?
Mynd: KFR
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" en þar er kíkt á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Að þessu sinni er kíkt á stemninguna hjá KFR en Vésteinn Gauti Hauksson spilandi þjálfari liðsins sat fyrir svörum.


Hvernig er stemningin hjá KFR þessa dagana?
Stemmingin í hópnum er frábær. menn eru ákveðnir í að standa sig vel. Vörnin hefur verið að smella saman og lýsir það sér í 3 æfingaleikjum í röð án þess að fá á okkur mark og við vorum nokkuð stoltir um daginn eftir að við skiptum úr 4-5-1 í 4-4-2 og þjálfari Álftaness sagði á bloggi sinu að við hefðum spilað 8-1-1 vörn. Þetta segir okkur að menn séu að leggja sig fram og að vörnin sé þétt frá fremsta manni. Lið sem fá ekki á sig mark tapa ekki leikjum.

Hvernig er liðið skipað?
Liðið er nánast alveg eins og í fyrra nema við höfum tekið inn 4 drengi sem eru 15 og 16 ára sem eru frábærir knattspyrnumenn og hafa þeir allir unnið sér sess í hópnum og þrír þeirra hafa verið byrjunarmenn að undanförnu. Nú svo fengum við gamlan liðsfélaga til baka og styrkir það okkur töluvert framávið. Þetta eru allt heimamenn og þorrinn er á aldrinum 16 til 24 ára með örlitlu kryddi af eldri mönnum.

Er erfitt að halda út liði á Hellu og Hvolsvelli?
Nei það er nú eiginlega ekki hægt að segja það. Vissulega er aðstaðan í íþróttahúsinu ekki eins og hún gerist best en fyrir nokkrum árum tókst mönnum að spila bara ansi góðan fótbolta án þess að hafa knattspyrnuhús og það er það sem við ætlum að gera. Ef menn eru t.d að keyra framhjá Hvolsvelli á miðvikudagskvöldum þá eru strákarnir að hlaupa eftir þjóðveginum með gömul dráttarvéladekk í afturdragi til að auka snerpuna. Mjög gaman að fylgjast með því.

Er mikill fótboltaáhugi á staðnum?
Fótboltaáhugi er gríðarlegur og á fólk mjög erfitt með að mæta í vinnu þá viku sem liðið er að spila.

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu hjá ykkur verið háttað?
Við byrjuðum í lok janúar að æfa af einhverju viti og menn eru orðnir hel tálgaðir og verð ég greinileg að hægja aðeins á svo að menn fari ekki bara að detta í líkamsræktina í stað boltans.

Ertu sáttur við spilamennsku liðsins í æfingaleikjum og Lengjubikarnum til þessa?
Við höfum aðeins tapað einum leik á undirbúningstímabilinu. Þá snéri ég liðinu á haus - þ.e sóknarmenn voru í vörn og varnarmenn í sókn. í Hinum 4 leikjunum höfum við unnið 3 og gert 1 0-0 jafntefli. Markatalan er 10 -1 held ég. Vatnaliljur -KFR 0-2 Hamar -KFR 0-1 Álftanes -KFR 0-0 KFR- Snæfell 6-1

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið?
Markmiðin eru margvísleg. Sum knattspyrnulegt eðlis og önnur persónuleg þar sem menn ætla að skila sjálfum sér á ákveðinn stað. Liðið er ungt og því mikilvægt að menn stefni aðallega að því að verða betri í fótbolta.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 3. deildinni í sumar?
Ég hef ekki séð nema brot af þessum liðum. Reyndar held ég að deildin gæti orðið mjög skemmtileg í sumar þar sem lið hafa minnkað mjög kaup á köllum og hafa kallað unga drengi til sín úr 3.deildinni í staðinn. Því tel ég líklegt að deildin verði jafnari en oft áður.

Eitthvað að lokum?
KFR hefur verið að bægja frá sér óskum frá helstu tónlistarmönnum heims. En þeir vilja fá að gera "anthem" fyrir KFR. Við veljum íslenskt og höfum því valið BUFF, Sálin hans jónsmíns og Gus Gus í forvali fyrir þá sem mega búa til hið opinbera KFR lag. Þessir aðilar mega endilega senda inn tillögur fyrir 15.apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner