Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2009 11:13
Hafliði Breiðfjörð
UEFA segir mögulegt að áfrýja rauðu spjaldi Fletcher
Fletcher fær að líta rauða spjaldið.
Fletcher fær að líta rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Manchester United getur áfrýjað rauða spjaldinu sem Darren Fletcher fékk í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Arsenal en þetta staðfesti David Taylor ritari UEFA í dag.

Fletcher fékk ósanngjarnt rautt spjald í undanúrslitaleiknum og ætti því með réttu að fara í leikbann í úrslitaleiknum gegn Barcelona. Taylor hefur nú gefið honum von.

,,Líkleg myndum við vísa því til aganefndarinnar. Þeir myndu sjá hvort kringumstæðurnar myndu réttlæta að hætta við ferlið," sagði Taylor við BBC í morgun.

Fletcher var ónotaður varamaður í úrslitaleiknum á síðasta ári gegn Chelsea. Hann fékk að líta rauða spjaldið undir lokin á leiknum gegn Arsenal fyrir brot á Cesc Fabregas en vítaspyrna var dæmd. Endursýning á sjónvarpsmyndum sýnir að hann fór í boltann.
Athugasemdir
banner
banner