mið 13. maí 2009 23:51
Fótbolti.net
Ólafur Kristjánsson: Það að ná 3 stigum hérna er mjög sterkt
Einar Kristinn Kárason skrifar frá Vestmannaeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var ánægður með 1-0 sigur liðsins á ÍBV í rokinu í Vestmannaeyjum í kvöld.

Aðstæður á Hásteinsvelli í kvöld ekki sem bestar. Hafði veðrið einhver áhrif á leik Blika?,,Annað hvort það eða þá að við séum svona lélegir," sagði Ólafur hlægjandi í samtali við Fótbolta.net að leik loknum.

,,Það verður bara hver og einn að geta í eyðurnar. Ég held að hvorugt liðið hafi getað sýnt hvað í því býr."

,,Það er mjög erfitt að koma hingað og mér skylst að Vestmannaeyjaliðið hafi ekki tapað leik hérna síðan ég veit ekki hvenær. Það að ná 3 stigum hérna er mjög sterkt. Bæði það að þurfa að bíða eftir hvort það verðir flogið eða ekki, og svo að koma hingað og glíma við Eyjamenn og Kára."

Blikar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í sumar og framherjinn ungi Alfreð Finnbogason hefur verið á skotskónum í þeim báðum.

,,Hann var rosalega lélegur síðasta korterið," sagði Ólafuar léttur í bragði en bætti við: ,,En hann skoraði og það er það sem skiptir máli og ég er mjög ánægður með það. Ef hann nær að halda löppunum á jörðinni þá getur hann átt þokkalegt sumar en ef hann fer að missa sig í eitthvað rugl og halda að þetta sé komið núna þá er þetta búið hjá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner