banner
   mið 20. maí 2009 06:00
Magnús Már Einarsson
3.deild: Hvað er að frétta af Keilufélaginu Keila?
Magnús Valur Böðvarsson og Einar Sverrir Tryggvason.
Magnús Valur Böðvarsson og Einar Sverrir Tryggvason.
Mynd: KFK
Af æfingu hjá KFK.
Af æfingu hjá KFK.
Mynd: KFK
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild

Keilufélagið Keila kom inn í þriðju deildina á dögunum þegar að Snæfell dró sig úr keppni og því er ekki úr vegi að kíkja á þetta nýja félag.

Magnús Valur Böðvarsson, þjálfari liðsins, og Einar Sverrir Tryggvason fyrirliði svöruðu spurningum í sameiningu.

Hvernig er stemningin hjá KFK þessa dagana?
E:Stemningin er bara mjög góð í okkar herbúðum. Við njótum þess kosts að vera að byrja deildina með algjörlega hreinan skjöld og því er í raun og veru engin pressa á okkur.
M: Eins og Einar sagði þá er í raun og veru engin pressa á okkur og við komum bara inní mótið vel stemmdir.

Hvernig er liðið skipað?
E:Liðið samanstendur mestmegnis af leikmönnum sem hafa verið að æfa og spila með Álftanesi í vetur auk nokkurra leikmanna til viðbótar.
Við erum með góða blöndu af ungum, metnaðarfullum strákum og eldri, reyndari leikmönnum og erum til alls líklegir í sumar.

Hver er ástæðan fyrir nafninu, eru svona góðir keiluspilarar í liðinu?
E:Þegar við ákváðum að skrá okkur í Íslandsmótið sem KFK, þá var hreinlega ekki tími til að ganga í það tímafreka verkefni að stofna algjörlega nýtt íþróttafélag. Þess í stað stofnuðum við hreinlega knattspyrnudeild innan Keilufélagsins Keilu, sem hefur verið aðili að UMSK síðan 2004. Svo erum við líka helvíti öflugir í keilu.
M: Er það Einar við þurfum að fra halda keppni bráðlega held ég geti náð allavga 120 stigum. Annars þá þekktum við formann KFK sem gaf okkur leyfi til að nota nafnið þannig að þetta er alveg samþykkt af þeirra hálfu.

Er slæmt að koma inn í mótið með svona skömmum fyrirvara?
E: Ég myndi nú ekki segja það. Eins og ég hef sagt hefur kjarninn í liðinu verið að æfa og spila með Álftanesi í vetur þ.a. stefnan hefur alltaf verið að spila í Íslandsmótinu. Þó við séum kannski að gera það undir öðru merki en við áttum von á, þá er þetta það sem við höfum verið að búa okkur undir.
M: Ég held að það geti haft samt sem áður haft einhver áhrif að hafa ekki getað spilað fleiri æfingaleik sem KFK þótt megnð af liðinu sé búið að spila slatta af æfingaleikjum.

Ykkur er spáð 6.sæti í C-riðlinum. Stefnan er væntanlega sett að vera ofar?
E:Að sjálfsögðu. Spáin er líklegast svo slæm vegna þess að það veit enginn neitt um okkur. Ég held við eigum eftir að koma skemmtilega á óvart í sumar.
M: Er sammála því, helduru að Stjarnan setji t.d. stefnuna á 12.sætið í Pepsí deildnni af því að þeim er spáð því?
Hver er helsti styrkleiki ykkar?
E: Liðsheildin, fyrst og fremst. Mórallinn og metnaðurinn er í algjöru hámarki og það eru allir tilbúnir að takast á við verkefnið sem bíður okkar.
M: Þetta eru líka allt strákar sem þekkjast og það hlýtur að vera mikill styrkleiki.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið?
E:Að toppa árangur Álftaness, ekki spurning.
M: Það er nú fullbjartsýnt en samt sem áður challenge sem vonandi gengur eftir.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 3. deildinni í sumar?
E: Ég held að Ýmir verði mjög sterkir, sem og KV og Dalvík/Reynir. Eins er Álftanes með mjög sterkt lið í sumar.
Ég er hreinlega ekki viss hverjir munu taka þetta í sumar en ég er aftur á móti handviss um það að þetta verði mjög hörð keppni.
M: Þetta er ekkert flókið Ýmir vinnur A riðil og Árborg fylgir þeim. Álftanes vinnur B og Augnablik fylgir þeim. Hörkubarátta í riðli, KV vinnur og HR/Berserkir berjast um annað sæti. Völsungur vinnur D og Dalvík fylgir þeim. Ýmir vinnur svo Augnablik,Álftanes HR/Berserki, Völsungur vinnur Árborg og spurning með seinasta leikinn.

Eitthvað að lokum?
E: Við vonum bara að sumarið verði skemmtilegt og spennandi.
M Hvetjum líka alla að mæta á völlinn í sumar og spila keilu líka.

Eldra úr liðnum "Hvað er að frétta?"

1.deild:
KA (15.maí)
Víkingur Ólafsvík (26.mars)
Þór (15.maí)

2.deild:
BÍ/Bolungarvík (29.apríl)
Hamar (21.apríl)
ÍH/HV (17.apríl)
Reynir Sandgerði (3.apríl)

3.deild:
Árborg (14.maí)
Berserkir (1.maí)
Draupnir (25.mars)
Einherji (16.apríl)
KFR (31.mars)
KFS (30.apríl)
Léttir (8.maí)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner