Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. júní 2009 00:25
Magnús Valur Böðvarsson
VISA-bikar umf: Álftanes með óvæntan sigur á ÍR
Haukur Þorstenisson fagnar sigumarki sínu ásamt Sigurði Brynjólfssyni fyrirliða
Haukur Þorstenisson fagnar sigumarki sínu ásamt Sigurði Brynjólfssyni fyrirliða
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
0-1 Haukur Ólafsson (36')
1-1 Jökull Hauksson (57')
1-2 Trausti Björn Ríkharðsson (60')
2-2 Fannar Eðvaldsson (66')
3-2 Haukur Þorsteinsson (94')

3.deildarlið Álftanes vann afar óvæntan sigur á 1.deildarliði ÍR í frábærum leik á Álftanesinu í kvöld.

Áhorfendur voru vart búnir að taka sér stöðu þegar ÍR ingar fengu algjört dauðafæri en þá brenndi Kristján Ari Halldórsson af færi einn á móti markverðinum en skot hans fór framhjá. ÍR ingar voru talsvert meira með boltann í leiknum en áttu erfitt með að skap sér færi.

ÍR ingar fengu svo dauðafæri þegar Haukur Ólafsson komst einn í gegn en Markús Vilhjálmsson markvörður Álftaness varði stórkostlega í horn.
Fannar Eðvaldsson átti ágætis skot fyrir Álftanes sem Ágúst Bjarni Garðarsson varði ágætlega. En á 36.mínútu dró til tíðinda. ÍR ingar áttu hornspyrnu en skalli þeirra fór framhjá marki Álftaness. Dómari leiksins dæmdi hins vegar hornspyrnu Álftnesingum til mikillar gremju. Haukur Ólafsson stangaði boltann inn af glæsibrag.

Bæði lið áttu ágætis tilraunir til að skora í fyrri hálfleik en án árangurs staðan var því 0-1 í hálfleik. Það lifnaði yfir leiknum í síðari hálfleik og var greinilegt að Álftanes ætlaði að selja sig dýrt gegn 1.deildar liðinu. Þeir náðu að jafna þegar Oliver angenot átti góða sendingu inní teig og eftir mikinn darraðardans endaði boltinn hjá Jökli Haukssyni sem kom boltanum yfir marklínuna við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á þriðja hundarað.

Eitthvað virtist skapið vera fara með menn og flugu nokkuð af spjöldum eitt þeirra kom þegar Ágúst Bjarni var við það að taka markspyrnu en þá hafði Tómas Þorvaldsson klipið í bakið á einum ÍR ingnum og sagðist hafa fengið olnbogaskot frá honum. Dómarinn breytti markspyrnunni í aukaspyrnu á miðjum vellinum. Álftnesingar skölluðu fyrirgjöfina frá, en ekki langt, boltinn barst til Trausta Björns Ríkharðssonar sem negldi boltanum af 25 metra færi og í netið glæsilegt mark hjá honum en hann var nýkominn inná sem varamaður.

Álftnesingar ætluðu ekki að gefast upp og jöfnuðu 6 mínútum síðar þegar Fannar Eðvaldsson rak boltann upp að vítateig ÍR og lét vaða með vinstri fæti beint í bláhornið en líklega hefði Ágúst Garðarsson átt að gera betur í markinu.

Leikmenn ÍR ætluðu svo sannarlega að skora sigurmarkið og fengu í tvigang dauðafæri upp við mark heimamanna, annað skiptið fékk Kristján Ari Halldórsson dauðafæri einn gegn markinu en einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að skjóta framhjá.

Þegar um 90 mínútur voru búnar af leiknum komust Álftnesingar í góða sókn, sem endaði með því að Sveinn Guðmundsson lagði boltann út á Hauk Þorsteinsson sem lét vaða á markið og skoraði glæsilegt mark og allt ætlaði um koll að keyra hjá áhorfendum sem voru um það bil að streyma inná völlinn. Eitthvað fór markið í taugarnar á Erlingi Jack sem hrinnti einum varnarmanni Álftaness sem var að hlaupa til baka, hann uppskar rautt spjald fyrir vikið eftir ábendingu frá aðstoðardómara. Lokastaðan á Álftanesi 3-2 sannarlega óvænt úrslit.
Athugasemdir
banner
banner