Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 13. júní 2009 20:56
Magnús Valur Böðvarsson
Tveir leikmenn Álftaness fluttir með sjúkrabíl með 5 mínútna millibil
Anton Heiðar Sigurjónsson braut bein í fæti eftir tæklingu
Anton Heiðar Sigurjónsson braut bein í fæti eftir tæklingu
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Sú einkennilega staða kom upp í leik Álftaness og KFS á Bessastaðavelli í dag að tveir leikmenn Álftaness meiddust og kalla þurfti að sjúkrabíl. Það fór svo að sjúkrabíllinn var ekki farinn þannig að báðir fóru uppá slysadeild með sama sjúkrabílnum.

Fyrst meiddist markvörðurinn Markús Vilhjálmsson þegar sóknarmaður KFS fór í 50/50 tæklingu við Markús sem náði boltanum en fékk hinsvegar takka sóknarmannsins í andlitið.

Við höggið fékk hann heilahristing, auk þess sem þurfti að sauma 4 spor í höku hans og 1 spor í augabrún. Hann gæti því misst af stórleiknum við Val í VISA-bikarnum á fimmtudaginn kemur.

Anton Heiðar Sigurjónsson varnarmaður Álftaness var ekki jafn heppinn hann var á undan sóknarmanni KFS í tæklingu sem fór í hann með þeim afleiðingum að bein brotnaði í fætinum hjá Antoni sem verður því frá það sem eftir lifir tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner