Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 18. júní 2009 23:30
Magnús Valur Böðvarsson
Willum Þór: Munur milli deilda ræðst oftast á síðustu 10-15 mín
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Willum Þór Þórsson þjálfari Vals var ánægður með sigur sinna manna gegn 3.deildarliði Álftaness og hrósaði þeim fyrir frábæra frammistöðu.

,,Við þurftum aldeilis að hafa mikið fyrir sigrinum í dag og það var nákvæmlega það sem við bjuggumst við," sagði Willum.

,,Við vorum búnir að skoða Álftanes liðið mjög vel en þeir skelltu auðvitað ÍR í síðustu umferð og það eru engir aukvissar sem gera það. Ég sá liðið spila í síðustu umferð og sá það greinlega að þeir væru með gott vel spilandi lið og við þyrftum líklega að vinna leikinn á þolinmæðinni og munurinn á milli deilda kemur oft ekki í ljós fyrr en síðustu tíu til fimmtán mínúturna og það var nákvæmlega það sem gerðist í dag við áttum bara í fullu tré við þá."

,, Maður þarf einnig að passa sig vel í þannig leik að fá ekki mark á sig því það getur bara aukið kraftinn í andstæðingunum en okkur tókst að halda okkar marki hreinu sem er gott,"
sagði Willum sem virkaði mjög jarðbundinn eftir erfiðan leik.

,,Ég verð að hrósa Álftanes liðinu fyrir að spila skemmtilegan og góðan fótbolta og þeir komu hingað til að skemmta sér og öðrum og greinlega með frábæra stuðningsmenn sem létu vel í sér heyra og þarna er á ferð lið sem gæti vel spilað ofar en þeir gera nú," sagði Willum að lokum en stuðningsmenn Álftaness áttu stúkuna og yfirgnæfðu þá fáu Valsmenn sem voru mættir á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner