fös 10. júlí 2009 06:00
Davíð Örn Atlason
Heimild: Sporting Life 
Jermaine Pennant til Real Zaragoza (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Jermaine Pennant er genginn í raðir spænska liðsins Real Zaragoza eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Liverpool.

Þessi fyrrum leikmaður Arsenal stóðst læknisskoðun í gær og hann á eftir að hjálpa nýliðunum við að halda sér í spænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Þessi 26 ára gamli kantmaður er fyrsti leikmaðurinn sem að gengur í raðir félagsins í sumar. Pennant sem skrifaði undir þriggja ára samning var mjög ánægður með félagsskiptin.

,,Ég vildi koma til Spánar og ég fékk tilboð frá mikilvægum liðum í Evrópu, en ég valdi Real Zaragoza," sagði Pennant við opinbera vefsíðu félagsins.

,,Ég vil fara að byrja og standa mig vel í deildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner