Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 14. júlí 2009 13:40
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Goal.com 
D'Alessandro dæmdur í 60 daga bann í Brasilíu
D'Alessandro í leik með Portsmouth.
D'Alessandro í leik með Portsmouth.
Mynd: Getty Images
Íþróttadómstóll í Brasilíu hefur dæmt Andrés D'Alessandro, sem leikur með Internacional í 60 daga bann fyrir meinta líkamsárás á William, leikmanni Corinthians.

D'Alessandro, sem er 26 ára gamall fékk lægstu refsingu sem hægt var að fá, en hann gat fengið allt að tveggja ára bann frá knattspyrnu. Allt þetta er út af atviki sem átti sér stað í leik Internacional og Corinthians.

Dómari leiksins hafði verið búinn að reka D'Alessandro af velli fyrir slæmt brot er hann sparkaði í Cristian, leikmann Corinthians, sem lá niðri og beið eftir læknum liðsins til að hlúa að meiðslunum.

Í kjölfarið kýldi D'Alessandro upp í loftið og öskraði, og virtist bjóða William, varnarmanni Corinthians að slást við sig. Hann fékk einungis eins leikja bann fyrir þetta allt saman, svo skoðaði íþróttadómstóllinn allt saman betur og hefur 60 daga bann því verið niðurstaðan.

,,Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á mér þessa stundina, þetta er ekki góð stund til að tala. Ég vil ekki tala svo ég segi ekki eitthvað heimskulegt," sagði D'Alessandro eftir að hann var settur í bann.

Liðin voru að spila í tveggja leikja rimmu í úrslitaleik Copa Brasil, en Internacional tapaði 4-2 samanlagt og hefur áfrýjað banninu sem var lagt á D'Alessandro.

Það kannast eflaust margir við D'Alessandro, en þessi argentíski miðjumaður hefur áður leikið með VFL Wolfsburg, Portsmouth, Real Zaragoza, River Plate og San Lorenzo, ásamt því að hafa leikið 26 leiki og skora 4 mörk fyrir argentíska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner