Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. júlí 2009 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sporting Life 
Torres: Alonso yrði gífurlega mikill missir
Xabi Alonso
Xabi Alonso
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, framherji Liverpool á Englandi telur það mikinn missir ef Xabi Alonso, miðjumaður liðsins fari til Real Madrid.

Real Madrid hefur farið mikinn í sumar á leikmannamarkaðnum og keypt mörg stór nöfn í knattspyrnuheiminum og hefur félagið verið að eltast við Alonso undanfarið til þess að fylla skarðið á miðjunni hjá sér.

Rafael Benitez, stjóri Liverpool vill fá málin upp á borðið og fá framtíð Alonso á hreint áður en hópurinn fer í þriggja daga frí á fimmtudag. Benitez segist ætla að slíta viðræður við Madrid ef að þeir leggi ekki fram 30 milljón punda verðmiðann á honum, en Torres vonast eftir að landi hans verði áfram hjá félaginu.

,,Það væri mjög léleg ákvörðun að selja Xabi. Hann heldur á spilunum mjög nálægt sér þannig ég veit ekki hvað mun gerast. Ég myndi setja óskir hans fram yfir allt annað að sjálfsögðu, en hann á þrjú ár eftir af samning sínum hér og ég myndi vera hæstánægður ef hann yrði áfram," sagði Torres.

,,Það væri alvarlega mikill missir ef hann myndi fara frá Liverpool í sumar," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner