Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. september 2009 11:41
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn með slitið krossband eftir allt saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji ÍBV, er með slitið krossband eftir allt saman og þarf hann því að gangast undir aðgðerð í nóvember.

Viðar meiddist gegn FH fyrir rúmri viku og eftir nánari skoðun var talið að krossböndin hefðu losnað frá beininu við neðanvert hnéð en ekki slitnað.

Í aðgerð fyrir helgi kom hins vegar í ljós að meiðslin eru alvarlegri en talið var og krossböndin eru slitin.

Eins og fyrr segir fer hann líklega í þá aðgerð í nóvember og ólíklegt er að hann verði klár í slaginn fyrir byrjun næsta sumars.

Viðar Örn er uppalinn á Selfossi en hann var valinn efnilegastur í 1.deildinni í fyrra. Síðastliðinn vetur gekk Viðar í raðir ÍBV þar sem hann skoraði tvö mörk í sautján leikjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner