Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2009 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur um Gylfa Þór: Getum ekki pínt menn til að spila í landsliðinu
Gylfi í leik með U21 árs landsliðinu.
Gylfi í leik með U21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið frábær með liði Reading í ensku Championship deildinni í vetur og var í gær valinn leikmaður mánaðarins hjá liðinu. Athygli hefur vakið að þrátt fyrir frammistöðuna hefur hann ekki verið í leikmannahópi U21 árs landsliðs Íslands.

Eyjólfur Sverrisson þjálfari liðsins stýrir liðinu gegn San Marino á Laugardalsvelli í kvöld og þar er enginn Gylfi Þór í hópnum. Fótbolti.net spurði Eyjólf út í ástæðu þessa í gær og fékk þá skýringu að Gylfi gefi ekki kost á sér.

,,Hann gaf ekki kost á sér í vor og ég veit ekki betur en að það sé ekkert breytt. Ég hef ekkert heyrt í honum síðan," sagði Eyjólfur í spjalli við Fótbolta.net í gær.

,,Þannig er bara staðan og það er bara leiðinlegt. Þetta er bara frábær leikmaður en hann ætlaði bara að einbeita sér að sínum ferli hjá Reading. Svo hef ég ekkert heyrt í honum eftir það."

,,Þegar ég talaði við hann í vor gaf hann ekki kost á sér og ætlaði að einbeita sér að Reading, við berum bara virðingu fyrir því og viljum ekki pína neinn í landsleiki. Þetta er stór og breiður hópur og fullt af efnilegum leikmönnum sem sjá þarna tækifæri. Við reynum að gefa þeim tækifæri á að taka næsta stökk og verða topp leikmenn."


Gylfi Þór var frábær þegar hann var á láni hjá Crewe á síðustu leiktíð og hefur fest sig í sessi hjá Reading í vetur. En er ekki leiðinlegt þegar svo öflugur leikmaður eins og Gylfi er gefur ekki kost á sér í liðið?

,,Ég er sammála því, það finnst mér leiðinlegt. Hann er topp leikmaður og það yrði rætt innan KSÍ ef hann gæfi kost á sér aftur, engin spurning. Það myndu allir taka vel í svoleiðis, ég efast ekkert um það. En hann hlýtur að hafa sínar ástæður, við getum ekki pínt menn í að spila með landsliðinu. Annað hvort vilja þeir þetta eða ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner