Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2009 21:17
Magnús Már Einarsson
Eyjólfur Sverrisson: Ætla að hitta Gylfa Þór á eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðsins, er ánægður með að Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Reading gefi kost á sér í liðið að nýju.

Gylfi gaf ekki kost á sér í leik gegn Danmörku í sumar og Eyjólfur leit svo á að hann gæfi ekki kost á sér í næstu verkefni. Gylfi sagði hins vegar í viðtali á Fótbolta.net í dag að svo væri ekki, hann væri klár í verkefni með landsliðinu.

Í kjölfarið hefur Eyjólfur ákveðið að ræða við Gylfa og því er ekki ólíklegt að hann komi inn í U21 árs landsliðið að nýju.

,,Mér skilst að hann hafi verið á vellinum og ég ætla að hitta hann á eftir," sagði Eyjólfur við Fótbolta.net eftir 8-0 sigur Íslands gegn San Marino en hann er ánægður með að Gylfi gefi kost á sér.

,,Það er frábært og við erum ánægðir með það. Það hefði verið gaman að heyra þetta fyrr og ef ég hefði heyrt þetta persónulega þá hefði það verið ennþá betra en ég mun spjalla við hann."

Sjá einnig:
Gylfi: Gerði Eyjólfi grein fyrir að mig langaði að spila fyrir landsliðið
Eyjólfur um Gylfa Þór: Getum ekki pínt menn til að spila í landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner