Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. október 2009 17:04
Magnús Már Einarsson
Gylfi Þór kallaður inn í U21 árs landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Reading, hefur verið kallaður í U21 árs landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Norður-Írum á þriðjudag.

Gylfi kemur inn í hópinn eftir að hann fundaði með Eyjólfi Sverrissyni þjálfara liðsins. Gylfi gaf ekki kost á sér í leik gegn Danmörku í sumar og Eyjólfur leit svo á að hann gæfi ekki kost á sér í næstu verkefni.

Gylfi sagði hins vegar í viðtali á Fótbolta.net á föstudag að svo væri ekki, hann væri klár í verkefni með landsliðinu og í kjölfarið hefur hann verið kallaður inn í hópinn.

Alfreð Finnbogason er meiddur og þá eru Bjarni Þór Viðarsson og Hólmar Örn Eyjólfsson veikir en ekki er ljóst hvort þeir nái leiknum í Grinavík á þriðjudag.

„Við sjáum til á morgun hvernig staðan er þá og þá vitum við meira," sagði Eyjólfur við Fótbolta.net í dag.

Sjá einnig:
Eyjólfur um Gylfa Þór: Getum ekki pínt menn til að spila í landsliðinu
Gylfi: Gerði Eyjólfi grein fyrir að mig langaði að spila fyrir landsliðið
Eyjólfur Sverrisson: Ætla að hitta Gylfa Þór á eftir
Athugasemdir
banner
banner