Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 13. október 2009 08:00
Magnús Már Einarsson
Svör Heimis Guðjónssonar við spurningum lesenda
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
<b>FH sýndi Kristni Steindórssyni áhuga</B> <br> ,,Við höfðum áhuga á honum fyrir sumarið en hann var með samning við Breiðablik þannig að það fór ekkert áfram.  Hann fékk tækifæri og stóð sig gríðarlega vel með Breiðablik í sumar þannig að hann verður örugglega áfram þar.
FH sýndi Kristni Steindórssyni áhuga
,,Við höfðum áhuga á honum fyrir sumarið en hann var með samning við Breiðablik þannig að það fór ekkert áfram. Hann fékk tækifæri og stóð sig gríðarlega vel með Breiðablik í sumar þannig að hann verður örugglega áfram þar.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
<b>Borgvardt besti samherjinn:</B> <br> ,,Sá fyrsti sem kemur upp í hugann er Allan Borgvardt sem spilaði með FH 2003, 2004 og 2005.  Hann er frábær leikmaður og gerði mikið fyrir íslenska knattspyrnu.  Hann var hér í þrjú ár og tvö af þessum þremur var hann valinn besti leikmaðurinn.
Borgvardt besti samherjinn:
,,Sá fyrsti sem kemur upp í hugann er Allan Borgvardt sem spilaði með FH 2003, 2004 og 2005. Hann er frábær leikmaður og gerði mikið fyrir íslenska knattspyrnu. Hann var hér í þrjú ár og tvö af þessum þremur var hann valinn besti leikmaðurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
<b>Nielsen besti leikmaðurinn sem Heimir hefur þjálfað:</B> <br>Ég held að Tommy Nielsen verði að fara í þann flokk.  Það er heiður að fá að þjálfa þann mann.  Hann hugsar vel um sig og er annað dæmi um það að það er hægt að lengja ferilinn ef þú hugar vel um þig.
Nielsen besti leikmaðurinn sem Heimir hefur þjálfað:
Ég held að Tommy Nielsen verði að fara í þann flokk. Það er heiður að fá að þjálfa þann mann. Hann hugsar vel um sig og er annað dæmi um það að það er hægt að lengja ferilinn ef þú hugar vel um þig.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
<b>Lítið með á æfingum hjá FH:</B> <br>,, Ég hef aldrei skilið þjálfara sem eru með á æfingum því að það eina sem þú gerir er að skemma tempóið og nánast eyðileggja æfinguna þannig að ég er mjög sjaldan með.
Lítið með á æfingum hjá FH:
,, Ég hef aldrei skilið þjálfara sem eru með á æfingum því að það eina sem þú gerir er að skemma tempóið og nánast eyðileggja æfinguna þannig að ég er mjög sjaldan með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Atli Guðna er einfalt dæmi um hvað hægt er að gera í knattspyrnu ef menn eru tilbúnir að leggja hart að sér. Síðustu þrjú ár og sérstaklega síðustu tvö hefur hann verið gríðarlega duglegur að æfa, ekki bara með liðinu því að hann hefur verið á séræfingum að bæta veikleikana sína og vinna í hlutum sem styrkja hann. Það er ástæðan fyrir þessum framförum hjá honum. Fótbolti er ekki mjög flókin íþrótt, oft eru menn sem vilja flækja þetta full mikið en hann er dæmi um það að ef menn eru tilbúnir að leggja á sig þá uppskera þeir.
,,Atli Guðna er einfalt dæmi um hvað hægt er að gera í knattspyrnu ef menn eru tilbúnir að leggja hart að sér. Síðustu þrjú ár og sérstaklega síðustu tvö hefur hann verið gríðarlega duglegur að æfa, ekki bara með liðinu því að hann hefur verið á séræfingum að bæta veikleikana sína og vinna í hlutum sem styrkja hann. Það er ástæðan fyrir þessum framförum hjá honum. Fótbolti er ekki mjög flókin íþrótt, oft eru menn sem vilja flækja þetta full mikið en hann er dæmi um það að ef menn eru tilbúnir að leggja á sig þá uppskera þeir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Daði Lárusson hefur staðið sig frábærlega fyrir FH í gegnum árin.  Ég hef trú á að þetta sé nýtt tækifæri fyrir Daða Lárusson að hann fari og spili í öðru liði og standi sig vel þar eins og hann hefur gert hjá FH í gegnum árin.
,,Daði Lárusson hefur staðið sig frábærlega fyrir FH í gegnum árin. Ég hef trú á að þetta sé nýtt tækifæri fyrir Daða Lárusson að hann fari og spili í öðru liði og standi sig vel þar eins og hann hefur gert hjá FH í gegnum árin.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
,, Ég hef séð tvo leiki með Monaco eftir að Eiður Smári fór þangað, þeir hafa ekki heillað mig þessir leikir. Þetta er mjög taktískt, það er spilaður varnarleikur og skyndisóknir. Eiður Smári er þannig leikmaður að hann þarf að vera mikið í boltanum og hann er það ekki þarna. Menn mega samt ekki gleyma að í hvert einasta skipti sem Eiður hefur fengið bakslag í ferilinn sinn þá hefur hann risið upp aftur, hann er frábær fótboltamaður og ég hef trú á að hann nái að standa sig hjá Mónakó.
,, Ég hef séð tvo leiki með Monaco eftir að Eiður Smári fór þangað, þeir hafa ekki heillað mig þessir leikir. Þetta er mjög taktískt, það er spilaður varnarleikur og skyndisóknir. Eiður Smári er þannig leikmaður að hann þarf að vera mikið í boltanum og hann er það ekki þarna. Menn mega samt ekki gleyma að í hvert einasta skipti sem Eiður hefur fengið bakslag í ferilinn sinn þá hefur hann risið upp aftur, hann er frábær fótboltamaður og ég hef trú á að hann nái að standa sig hjá Mónakó.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 97,7 á laugardaginn. Lesendur Fótbolta.net gátu sent inn spurningar sem að hann svaraði síðan í þættinum. Hér að neðan má sjá afraksturinn.

Smelltu hér til að hlusta a Heimi svara spurningunum í þættinum.



Halldór Gröndal
Hvenær ætlar þú heim í KR?
Ég hef ekki hugmynd um það. Eins og ég hef oft sagt, þá líður mér vel í FH og er búinn að vera í tíu ár. Það hefur ekkert breyst á þessum tíu ár og það eru forréttindi að starfa þar sem manni líður vel, hvað við kemur KR þá veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.


Ég heyrði það út undan mér að þú hefðir áhuga á Kristni Steindórssyni leikmanni Breiðabliks, er eitthvað til í því?
Við höfðum áhuga á honum fyrir sumarið en hann var með samning við Breiðablik þannig að það fór ekkert áfram. Hann fékk tækifæri og stóð sig gríðarlega vel með Breiðablik í sumar þannig að hann verður örugglega áfram þar.


Þórður Jóhannesson
Þín skoðun á því að Haukar séu að fara upp. Eitthver séns að þeir rauðu séu að fara að gera það gott meðal þeirra bestu og jafnvel sigra FH?
Svarið við síðustu spurningunni er auðvelt, þeir eru ekki að fara að vinna FH. Ég lít á þetta þannig að þetta er fínt fyrir Hafnarfjarðarbæ að Haukar hafi farið upp. Þetta var í handboltanum síðasta vetur, ég fór á einn leik inni í Kaplakrika, FH - Haukar þar sem voru 2500 manns og brjáluð stemning. Ég efast ekki um að þetta verði þannig næsta sumar, þetta verði stórir leikir fyrir bæinn. Ég er ánægður með þetta. Við sáum það í vikunni að Haukum er alvara, þeir hafa verið að styrkja sig og þeir gætu gert góða hluti sem nýliðar ekki ólíkt og Stjarnan gerði fyrri hluta sumars.


Pétur Þór
Hvernig heldur þú að Gumma Ben eigi eftir að vegna með Selfyssinga?
Ég held að Gumma Ben eigi eftir að vegna vel. Ég þekki Gumma vel, hann veit margt um fótbolta og hefur gott auga fyrir spili eins og fólk hefur getað fylgst með í gegnum tíðina. Þó að það séu ekki samansem merki á að vera góðir knattspyrnumenn og þjálfarar þá held ég að Gumma eigi eftir að ganga vel. Þetta verður erfitt en þeir eru metnaðarfullir á Selfossi og hafa staðið vel að sínum málum, sérstaklega í yngri flokka starfinu. Þannig að það eru ágætis forsendur fyrir því að þeir muni standi sig ágætlega.


Atli Fjölnisson
Er það rétt að Tryggvi sé að fara til eyja? Og þarf ekki að fá striker númer 2 Atla og einhvern? Söderlund er bara ekki nógu góður.
Tryggvi er ekki að fara neitt. Hann er leikmaður FH, við erum búnir að setjast niður og ræða málin. Hann hefur æfingar í kringum 10.nóvember þegar að við byrjum aftur. Hann er með samning við FH. Í sambandi við framherjastöðuna þá stóð Söderlund kannski ekki alveg undir væntingum í sumar. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna það en hann er góður leikmaður. Hann er ekki nema 21 árs og það tekur tíma fyrir mann að aðlagast nýju liði. Þetta er harðduglegur strákur sem leggur sig allan fram og ég held að ef við fáum hann aftur á næsta ári þá muni hann standa sig vel.


Kolbeinn Jakob Pálsson
Sæll Heimir ég lýt mjög upp til þinna manna og langar að spyrja þig að dálitlu. Eru þær sögusagnir sannar að þú varst orðaður við úrvalsdeildarliðið Sunderland á þínum yngri árum, en þú hafnaðir vegna þess að þér fannst þetta vera svo leiðinlegur bær? og líka langar mér að spyrja þig hvort kona þín er ættuð að Norðan?
Nei það er ekki rétt, ég er að heyra þessa sögu í fyrsta skipti og það er ekkert til í þessu. Konan mín er ekki ættuð af Norðan og ég legg það ekki í vana minn í sjónvarpi og útvarpi að ræða fjölskyldu mína.


Arnar Arnarsson
Sæll Heimir og til hamingju með titilinn. Mig langar að spyrja kemur það ekkert til greina að fá nútímaþjálfarann Mikael Nikulásson(þjálfari ÍH í Hafnarfirði) sem aðstoðarþjálfara þinn næsta sumar?
Hann hefur gert fína hluti með ÍH og það væri synd fyrir þann klúbb ef hann færi eitthvað annað. Ég er svo heppinn að ég er með tvo frábæra aðstoðarmenn Jörund Áka Sveinsson og Eirík Þorvarðarson sem hafa hjálpað mikið til og þeir verða áfram.


Þorlákur Helgi Hilmarsson
Ég er forvitin að vita hver er besti leikmaður sem þú hefur spilað með?
Sá fyrsti sem kemur upp í hugann er Allan Borgvardt sem spilaði með FH 2003, 2004 og 2005. Hann er frábær leikmaður og gerði mikið fyrir íslenska knattspyrnu. Hann var hér í þrjú ár og tvö af þessum þremur var hann valinn besti leikmaðurinn. Þormóður Egilsson, Hilmar Björnsson, Gummi Ben og Einar Daníelsson eru menn sem ég spilaði með hjá KR. Ég spilaði með Alexander Högnasyni uppi á Skaga á sínum tíma. Það er erfitt að nefna einhvern einn en Allan Borgvardt var fyrsta nafnið sem kom upp í hugann.


Þorlákur Helgi Hilmarsson
Hver er besti leikmaður sem þú hefur þjálfað?
Ég held að Tommy Nielsen verði að fara í þann flokk. Það er heiður að fá að þjálfa þann mann. Hann hugsar vel um sig og er annað dæmi um það að það er hægt að lengja ferilinn ef þú hugar vel um þig. Það eru allir ánægðir í FH með að hann skuli vilja spila eitt ár í viðbót.


Albert Örn
FH ævintýrið byrjaði árið 2000 en þegar Ólafur Jó tók við liðinu 2004 þá tapaði liðið nánast öllum leikjum á undirbúningstímabili þangað til Leifur Garðarsson kom inn sem aðstoðarþjálfari. Mig langar að forvitnast um þátt Leifs Garðars í þeim uppgangi?
Leifur var mjög sterkur með Óla Jó. Þeir mynduðu gott teymi. Leifur er mjög skipulagður, með góðar æfingar og hann átti stóran þátt í þessum uppgangi. Ég set nú ekkert samansem merki við það þó svo að við höfum tapað mörgum leikjum á undirbúningstímabilinu, þá hefur með það að gera að það var búið að æfa mikið og liðið var þungt. Óli létti þetta og við byrjuðum mótið ágætlega. Það var 2003, fyrsta árið hans Óla þegar að Leifur var með honum. Hann átti að sjálfsögðu stóran þátt í þessu enda góður þjálfari Leifur og ég hef trú á að hann eigi eftir að gera góða hluti með Víking.


Ertu búinn að kaupa allt inn í liðið fyrir næsta tímabil eða á enn eftir að versla? Er Gilli Bö ennþá á óskalistanum þínum yfir vinstri bakverði til að koma og spila fyrir FH?
Gilli Bö er einn af mínum uppáhalds leikmönnum. Það man örugglega enginn eftir honum sem er að hlusta en hann er bílstjóri í dag hjá Ólafi Þorsteinssyni. Hann var frábær bakvörður en hætti of snemma. Ég þyrfti að taka hann á trial og athuga hvort ég geti notað hann ennþá. Varðandi liðið þá höfum við fengið Gunnleif Gunnleifsson og Gunnar Má og það eru leikmenn sem við bindum miklar vonir við. Það gæti verið að við myndum styrkja okkur um einn leikmann í viðbót. Á móti kemur að yngri leikmenn liðsins hafa fengið tækifæri síðustu tvö ár og ég hef sagt það áður að þó að við höfum lent í meiðslum í sumar þá eru alltaf jákvæðir punktar, ungir leikmenn fengu tækifæri og fengu fína reynslu. Þeir verða árinu eldri á næsta ári og við bindum líka vonir við þá.


Heldur þú að það sé eitthver séns að FH spili æfingaleik við Knattspyrnufélag Rangæinga(K.F.R.)?
Það er aldrei að vita ef þeir hringja og vilja spila, þá gæti það alveg gerst.


Svanur
Nú eru miklar breytingar á Hlíðarenda. Er mögulegt að Valur geti gert atlögu að Íslandsmeistaratitli á næsta ári?
Þeir eru búnir að ráða mjög hæfan mann, Gunnlaug Jónsson sem gerði frábæra hluti með Selfoss liðið en það gæti tekið einhvern tíma fyrir hann að búa til sterkt lið og sterka liðsheild. Væntingarnar hjá Val eru ekkert ósvipaðar og hjá FH, að vera við toppinn. Þeir hafa verið að kaupa leikmenn og styrkja sig í gegnum tíðina og það kæmi ekki á óvart ef Valsarar yrðu við toppinn.


Magnús Stefánsson
Ræður þú yfir því hverjir koma og fara í leikmannahóp FH? Var það þín ákvörðun að fá Gunnleif og losa þig við Daða?
Ég tek ákvörðun um leikmenn hjá FH í samráði við Jörund Áka og Eirík Þorvarðar. Varðandi Gunnleif þá mátum við það þannig að þegar að það er möguleiki á að fá besta markmann landsins þá ákváðum við að reyna það. Daði Lárusson hefur staðið sig frábærlega fyrir FH í gegnum árin. Ég hef trú á að þetta sé nýtt tækifæri fyrir Daða Lárusson að hann fari og spili í öðru liði og standi sig vel þar eins og hann hefur gert hjá FH í gegnum árin.


Jón Heiðar
Býstu við að missa einhverja leikmenn í atvinnumennskuna í vetur?
Davíð (Þór Viðarsson) er að fara til reynslu hjá Álaborg og Matti Vill hjá Start. Það er ljóst að ef að þessir tveir leikmenn fara þá er það mikil blóðtaka fyrir FH liðið, þetta eru sterkir leikmenn. Við eigum fleiri góða leikmenn þannig að ég kvíði því ekkert þó að leikmenn fari frá FH og í atvinnumennskuna. Ég lít á að þá séum við að gera eitthvað jákvætt í Fimleikafélaginu og ef það gerist þá tökum við á því.


Finnbogi
Hví hefur Atli Guðna tekið svona miklum framförum á svona skömmum tíma?
Atli Guðna er einfalt dæmi um hvað hægt er að gera í knattspyrnu ef menn eru tilbúnir að leggja hart að sér. Síðustu þrjú ár og sérstaklega síðustu tvö hefur hann verið gríðarlega duglegur að æfa, ekki bara með liðinu því að hann hefur verið á séræfingum að bæta veikleikana sína og vinna í hlutum sem styrkja hann. Það er ástæðan fyrir þessum framförum hjá honum. Fótbolti er ekki mjög flókin íþrótt, oft eru menn sem vilja flækja þetta full mikið en hann er dæmi um það að ef menn eru tilbúnir að leggja á sig þá uppskera þeir.


Gunnar Ingi
Veldu tvo stærstu kostina við þjálfarastarfið og tvo stærstu gallana?
Kostirnir eru þeir að þegar þú sérð leikmenn og sérstaklega yngri leikmenn bæta sig undir þinni stjórn. Það er líka kostur að þjálfa lið sem er gott fótboltalið og er í keppni um að vinna titla. Það neikvæða er að vinnutíminn er ekki beint fjölskylduvænn. Þetta er mikið á kvöldin og um helgar, maður fær ekki mikið sumarfrí. Það er ekkert sérstakt að tapa leikjum.


Hefur þú áhuga á að þjálfa í útlöndum?
Eðlilega hefur maður áhuga á því. Ég er bara nýbyrjaður að þjálfa, ég hef þjálfað í tvö ár og margt ólært í þjálfun. Þegar maður verður kominn með góða reynslu heima þá hugsar maður um það en í dag hugsa ég bara um að standa mig vel með FH liðinu.


Ertu með umboðsmann?
Nei


Ertu með fjölbreytingar æfingar hjá FH eða ertu með sömu æfingarnar aftur og aftur?
Í fótbolta þarf að vera rútína. Við notum oft sömu æfingarnar. Mér finnst knattspyrnuþjálfun ekki snúast um fjölbreytni, þetta snýst um að koma inn ákveðnum hlutum sem þú vilt að liðið geri. Þú gerir það með endurtekningum og þá er ég að tala um að við erum að nota sömu æfingarnar. Við reynum að hafa fjölbreytni þegar að við getum en uppsetningin er mikið til sú sama á þessu.


Ertu stundum með á æfingum hjá FH?
Nei, ég er yfirleitt aldrei með. Ég held að ég hafi verið með á tveimur æfingum í sumar. Ég var síðast með á mánudeginum eftir Verslunarmannahelgi. Eftir Verslunarmannahelgi þá fara menn oft eitthvað og skemmta sér og ég taldi mögulegt að ég myndi geta eitthvað á þessari æfingu þar sem að ég var mjög rólegur heima stóran part af þessari helgi. Á þessari æfingu kom Dennis Siim til mín á miðri æfingu og sagði við mig að þetta væri sennilega ekki minn dagur. Þá áttaði ég mig á því að ég hef ekkert að gera inn á þessar æfingar. Ég hef aldrei skilið þjálfara sem eru með á æfingum því að það eina sem þú gerir er að skemma tempóið og nánast eyðileggja æfinguna þannig að ég er mjög sjaldan með.


Hvernig er æfingum háttað og hversu stóra rullu spilar Jörundur Áki í þeim?
Jörundur Áki sér um margar æfingarnar og gerir það mjög vel. Hann sér mikið um skot og fyrirgjafaæfingar og er mjög góður í því. Við skiptum þessu á milli okkar og reynum að hafa þetta á jákvæðum nótum.


Tryggvi Sveinn
Hvers vegna er kaupverð leikmanna á Íslandi alltaf trúnaðarmál. Víða um heim er kaupverð einfaldlega gefið upp og því ekki stöðug leynd yfir þessum málum, væri ekki eðlilegra að hafa þessa hluti uppi á borðum. Gerir líka kaffistofuspjallið þeim mun skemmtilegra.
Ég er ekki rétti maðurinn til að spyrja um kaupverð leikmanna þar sem að ég sé bara um að þjálfa FH liðið. Ég hef ekki hugmynd um hvað fer fram þegar að leikmenn eru keyptir. Ég tala bara um fótboltalegu hliðina á meðan aðrir sjá um kaup og kjör og svoleiðis. Mér væri alveg sama þó að þetta væri uppi á borðinu, það skiptir mig engu máli.


Tryggvi Sveinn
Getur þú staðfest að kaupverðið á Gunnleifi hafi verið 2.000.000 kr. og þykir þér 10.000 pund ekki lágt kaupverð fyrir landsliðsmarkvörð Íslands?
Ég veit ekkert hvað hann var keyptur á frá HK. Gunnleifur hefur verið í HK lengi og haldið tryggð við klúbbinn sinn. Mér finnst að menn eigi að meta það og ég held að ef að tvær milljónir eru réttar, ég hef ekki hugmynd um það, þá sé það frekar hátt en lágt.


Eyjólfur
Hver er þín skoðun á ákvörðun Eiðs Smára að fara til Monakó og kemur þér á óvart hversu illa hann er að finna sig þar?
Það kom á óvart að hann færi til Mónakó en það kom ekkert á óvart að hann færi frá Barcelona. Þegar þú ert kominn á þennan aldur þá viltu fá að spila, hann fékk ekki margar mínútur með Barcelona. Ég hef séð tvo leiki með Monaco eftir að Eiður Smári fór þangað, þeir hafa ekki heillað mig þessir leikir. Þetta er mjög taktískt, það er spilaður varnarleikur og skyndisóknir. Eiður Smári er þannig leikmaður að hann þarf að vera mikið í boltanum og hann er það ekki þarna. Menn mega samt ekki gleyma að í hvert einasta skipti sem Eiður hefur fengið bakslag í ferilinn sinn þá hefur hann risið upp aftur, hann er frábær fótboltamaður og ég hef trú á að hann nái að standa sig hjá Mónakó.


Fannst þér frammistaða íslenska landsliðsins í nýafstaðni undankeppni vera ásættanleg?
Það voru ágætis leikir, sérstaklega á móti Norsurunum. Ég held að það séu vonbrigði að fá ekki fleiri stig miðað við gæði liðanna í riðlinum fyrir utan Hollendinga sem voru algjört yfirburðarlið. Að tapa báðum leikjunum fyrir Skotunum var ekki nógu gott. Ég hefði viljað sjá fleiri stig hjá liðinu eftir keppnina en ég þekki þjálfarann ágætlega og held að hann sé að gera ágætis hluti. Það var hárrétt ákvörðun hjá KSÍ að framlengja við hann og hann heldur áfram að gera góða hluti og byggja ofan á þetta.
Athugasemdir
banner
banner
banner