Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 26. ágúst 2003 00:00
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Karl til Wolves? UPPFÆRT
Jói Kalli í Betis búningi.
Jói Kalli í Betis búningi.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Fréttavefurinn Deiglan.com sagði frá því fyrst fréttamiðla í gær að allt bendi til þess að Jóhannes Karl Guðjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu sé á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves. Jóhannes mun hafa flogið til Englands undir kvöld í gær frá Spáni þar sem hann hefur verið við æfingar hjá liði sínu Real Betis. Gangi samningar vel nú í dag bendir allt til þess að Jóhannes verði í leikmannahópi Wolves sem mætir Englandsmeisturum Manchester United annaðkvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Hjá Wolves mun Jóhannes hitta annan íslenskan landsliðsmann, Ívar Ingimarsson sem þó hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með Úlfunum sem sitja á botni ensku úrvalsdeildarinnar með ekkert stig og markatöluna 9-1.

Jóhannes myndi þó ekki verða keyptur til Wolves heldur yrði um að ræða eins árs lánssamning með möguleika á kaupum í kjölfarið. Frestur til að ganga frá félagsskiptum í Evrópu rennur út næstkomandi sunnudag og því fer hver að verða síðastur. Jóhannes hefur einnig verið til reynslu hjá Borussia Dortmund en ekkert varð þó af því að hann færi þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner