Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. desember 2009 08:01
Hafliði Breiðfjörð
Joana Pavao til FH: Er alltaf að berjast um að komast í landsliðið
Joana Pavao eftir undirskriftina við FH í Súfistanum í Hafnarfirði í gær.
Joana Pavao eftir undirskriftina við FH í Súfistanum í Hafnarfirði í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joana Pavao gekk í gær í raðir nýliða FH í Pepsi-deild kvenna en hún er 32 ára gömul og kemur til félagsins frá ÍR. Hún er önnur portúgalska landsliðskonan sem kemur til FH frá ÍR í vetur, áður hafði Liliana Martins komið til félagsins. Við ræddum við Joana eftir undirskriftina í gær.

Afhverju ákvaðstu að fara til FH.
Ég og Liliana vorum að spila með ÍR og eftir að tímabilinu lauk tókum við ákvörðun um að spila ekki lengur þar. Mér bauðst að koma til FH og æfa með þeim og ég vildi ennþá spila og ákvað því að sjá hvernig það væri.

Er mikill munur á því sem þú hefur kynnst hjá FH og ÍR?
Já það er mikill munur. Það voru mörg vandræði hjá ÍR, að fá leikmenn, og það voru fáir á æfingum, þetta var erfitt. Tímabilið var mjög erfitt. Hjá FH passar allt, það eru allir saman þar nú þegar.

Vonastu eftir að fagna fleiri sigrum nú þegar þú ert komin í FH?
Ég vona það. Við erum með fleiri kosti til að vinna.

Ertu enn að berjast um sæti í portúgalska landsliðinu?
Já auðvitað, ég er alltaf að berjast um að fá að spila fyrir landsliðið. Ég fór síðast í ágúst og spilaði vináttuleik svo maður veit aldrei. Ég verð bara að gera mitt besta og sjá hvað gerist.

Hvernig getur landsliðsþjálfarinn eitthvað fylgst með ykkur hérna?
Þjálfarinn er með netföngin okkar og fylgist með frá okkur hvernig leikirnir ganga. Stundum hefur hann aðgang að því að sjá leiki sem hafa verið teknir upp í sjónvarpinu. Annars fylgist hún með hvort allt sé í lagi, hvort við séum að spila og hvort það séu einhver meiðsli.

Varstu alltaf ákveðin í að vera áfram á Íslandi.
Já. Þegar tímabilinu lauk, vissum við ekki hvort við ættum að vera áfram eða hvað. Við ákváðum svo að taka annað tímabil hérna.

Miðað við kvennabolta má segja að þú sért orðin nokkuð gömul og verður líklega elsti leikmaður deildarinnar?
Já ég veit að talan er orðin há en ég spila enn vel. Svo framarlega sem mér líður vel og ég er ekki að missa hæfileikana þá get ég enn barist. Meðan ég get lagt mig 100% fram spila ég áfram. Í fyrra var ég elst líka, en það er í góðu lagi, mér líður enn vel eftir æfingar og finn engan mun. Þegar það gerist þá hætti ég kannski, en það er ekki komið að því.

Hvernig heldurðu að FH muni ganga í deildinni næsta sumar?
Ég veit það ekki. Ég held að við getum staðið okkur vel í mótinu. Þetta er ungt lið og margar ungar stúlkur sem vantar enn reynslu í efstu deild. Ef við verðum um miðja deild þá er það ekki slæmt því við erum að fara í fyrsta ár eftir að við komum upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner