Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 03. september 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Syngjum ÁFRAM ÍSLAND.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur sinn mikilvægasta leik frá upphafi næstkomandi laugardag er Þjóðverjar koma í heimsókn í Laugardalinn.  Sigur í þessum leik gæti farið langt með að tryggja okkur sæti á úrslitakeppni EM 2004 en það væri í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kæmist á stórmót.  Eins og allir vita eru 11 leikmenn á vellinum hverju sinni en við Íslendingar getum bætt 12. manni við með því að öskra og syngja og tralla á pöllunum.   Við hér á Fótbolti.net ætlum að hvetja alla okkar lesendur til að taka sig saman núna og semja nokkra skemmtilega texta til að syngja á pöllunum.

Sendið okkur ykkar texta og við hvaða lag á að syngja hann á [email protected].  Við tökum saman alla textana og birtum svo hér á síðunni um miðjan dag á föstudag.  Þá geta allir prentað út og verið tilbúnir á vellinum á laugardag.

Hér að neðan eru þrír slíkir textar. Þessi er sunginn er við sama lag og lag Patrick Vieira hjá Arsenal.


Áfram Ísland vo-o-ó, áfram Ísland vo-o-ó.
We almost won in France.
You Germans don´t stand a chance.
Áfram Ísland vo-o-ó, áfram Ísland vo-o-ó.

Þessi er sungin við jólalagið núna er Gunna á nýju skónum.

Nú er Eiður (eða einhver leikmaður) á nýju skónum því nú eru að koma mörk.  Þjóðverjar sitja á botninum og skora engin mörk, skora engin mörk, skora engin mörk, Þjóðverjar sitja á botninum og skora engin mörk.

Þessi er sungin við gamla Terry Jacks slagarann Seasons in the Sun.

We have joy
We have fun
W
e have Joey Gudjonsson
He's got style but no hair
He is angry we don't care.

Nú verða allir að taka þátt, með ykkar framlagi náum við nægilega mörgum lögum til að yfirgnæfa þýsku áhorfendurna á laugardag. 


Athugasemdir
banner
banner
banner