Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   fös 12. september 2003 00:00
Magnús Már Einarsson
Luciano Gaucci.
Luciano Gaucci.
Luciano Gaucci.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Luciano Gaucci eiganda ítalska liðsins Perugia fer heldur betur ótroðnar slóðir í boltanum en hann er eigandi Perugia á Ítalíu.  Gaucci hefur grætt pening með vera duglegur við að láta skoða unga og efnilega leikmenn og kaupa þá svo.  Margir þeirra eru svo í 2-3 ár hjá Perugia áður en þeir fara til stórliða fyrir miklar fjárhæðir.  Meðal leikmanna sem má nefna í þessu sambandi eru Hidetoshi Nakata, Marco Materazzi og Fabio Liverani en þeir hafa allir verið hjá Perugia en spila nú með stórliðum.  Hér að neðan má svo sjá þrjú atriði sem Gaucci hefur gert eða ætlar að gera og hefur vakið athygli þess sem þetta ritar. 

Gaucci ætlar á næstunni að fá kvennmann í lið Perugia.  Hann lét menn fara og skoða konur um alla evrópu og segir að margar hverjar séu mun betri en karlarnir.  Hann er að reyna að fá sænsku landsliðskonuna Hönnu Ljungberg til liðs við sig í janúar þegar að félagaskiptaglugginn opnar og það verður spennandi að sjá hvort að það gangi upp.  Gaucci sagði um þetta  "Í reglugerð ítalska knattspyrnusambandsins er bannað að karlar leiki í kvennadeildinni.  Það er hinsvegar ekkert sem bannar að konur spili í Serie A með körlunum". 

Í sumar keypti Gaucci son forsetans í Lýbu, Saadi Gaddafi en hann á nóg af peningum líkt og faðir hans.  Gaddafi á meðal annars hlut í Juventus en Gaucci sá sér leik á borði að fá hann til Perugia þar sem að Perugia treyjur myndu seljast eins og heitar lummur í Líbýu auk þess sem að Gaddafi kemur með fullt af auglýsingatekjum með sér.  Pabbi Gaddafi var meðal annars þekktur fyrir að reka landsliðsþjálfara Líbýu eftir að sonur hans var ekki valinn í landsliðið.  Saadi Gaddafi átti að koma hingað til lands árið 1999 en þá lék hann með Birkirkara sem mætti KR í evrópukeppninni.  Ekkert var þó að komu Gaddafis, á þessum tíma var spretthlauparinn Ben Johnson einkaþjálfari hans en undirritaður veit ekki hvort hann sé það enn þann dag í dag.

Gaucci sagði skömmu eftir leik Ítalíu og Suður-Kóreu á HM 2002 að hann myndi rifta samningi sínum við Ahn Jung-Hwan en hann skoraði gullmark fyrir Suður-Kóreu og sendi Ítala heim.  Gaucci sagðist ekki vilja hafa mann í sínu liði sem stuðlar að hruni ítalskrar knattspyrnu. Eftir að Guus Hiddink þjálfari Suður-Kóreu hafði meðal annars kallað Gaucci barnalegan skipti hann um skoðun og framlengdi samning Ahn.

Það verður gaman að fylgjast með því hverju Gaucci tekur upp á næst og einnig verður áhugavert að sjá hvort að hann fái Hönnu Ljungberg til Perugia.  Við munum að sjálfsögðu fylgjast með því eins vel og við getum.


Athugasemdir
banner