Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 30. mars 2010 14:40
Magnús Már Einarsson
AEK búið að tilkynna Arnar Grétarsson sem tæknilegan ráðgjafa
Arnar í leik með Breiðablik síðastliðið sumar.
Arnar í leik með Breiðablik síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Arnar Grétarsson verði ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá AEK Aþenu í Grikklandi en það þýðir að hann mun ekki leika með Breiðablik í Pepsi-deildinni í sumar.

Arnar fór til Grikklands um helgina til að ræða við forráðamenn AEK og líklegt er að samningar náist á næstu dögum.

,,Þetta lítur mjög vel út, ég er ekki búinn að skrifa undir neitt en það er búið að samþykkja mig af stjórninni sem nýjan tæknilegan ráðgjafa hjá liðinu," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag en hann lék með AEK á sínum tíma.

AEK er búið að tilkynna að Arnar verði tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu en þrátt fyrir það á eftir að skrifa undir samninga.

,,Ég á von á því að fá samningstilboð í dag eða á morgun og við eigum eftir að ræða þá hluti. Ég vil koma þarna og taka við þessu og þeir vilja fá mig en það á bara eftir að ganga frá samningi."

,,Ef að þetta gengur eftir þá er ekkert hægt að hafna því, það er ótrúlegt að þetta skuli hafi komið upp. Ég er mjög ánægður með að þeir skuli ennþá muna eftir mér og eitthvað hlýtur maður að hafa gert rétt þegar maður var þarna niður frá til að fá þetta starf, þetta er mjög mikill heiður."
banner
banner