Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. apríl 2010 18:04
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Goal.com 
Arnór orðaður við Groningen – Félagið neitar
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Dagblaðið Algemeen Dagblad greindi frá því í morgun að Arnór Smárason, sem mun yfirgefa herbúðir hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen í sumar, sé á óskalista FC Groningen sem leikur í sömu deild.

Arnóri var tjáð af forráðamönnum Heerenveen í síðustu viku að samningur hans við félagið yrði ekki endurnýjaður vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins og hafa mörg lið sýnt honum áhuga í kjölfarið.

Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum er þýska 1. deildarliðið Fortuna Dusseldorf eitt þessara liða auk þess sem lið í Englandi, Skandinavíu og Hollandi hafa augastað á leikmanninum.

Hins vegar er ljóst að FC Groningen hefur ekki áhuga á Arnóri og voru forráðamenn félagsins fljótir að kveða niður þær vangaveltur í kjölfar fréttar Algemeen Dagblad í morgun.

,,Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi frétt kemur. Smárason er ekki á óskalista okkar. Þessi frétt er röng,“ sagði Hans Nijland, framkvæmdarstjóri Groningen, í samtali við Voetbal International.
banner
banner
banner
banner