Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 20. maí 2010 07:00
Magnús Már Einarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í 3.deild: A-riðill
Sindra er spáð sigri í A-riðli.
Sindra er spáð sigri í A-riðli.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
KFG er spáð öðru sæti og Álftanesi því þriðja.
KFG er spáð öðru sæti og Álftanesi því þriðja.
Mynd: Víkurfréttir - Jón Björn Ólafsson
Árborg er spáð fjórða og KFR fimmta sæti.
Árborg er spáð fjórða og KFR fimmta sæti.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hvíti riddarinn endar í sjötta sæti og Markaregn í áttunda samkvæmt spánni.
Hvíti riddarinn endar í sjötta sæti og Markaregn í áttunda samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ágúst Þór Gylfason þjálfar Björninn sem er nýtt lið í þriðju deildinni.
Ágúst Þór Gylfason þjálfar Björninn sem er nýtt lið í þriðju deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða í þriðju deild karla til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna í sínum riðlum.

Í dag birtum við niðurstöðurnar úr A-riðli en þjálfararnir og fyrirliðarnir röðuðu liðunum í 1-7.sæti og fékk liðið í fyrsta sæti 7 stig, liðið í öðru sæti 6 stig og svo koll af kolli. Ekki var hægt að velja sitt eigið lið í spánni.

Spá fyrirliða og þjálfara í A-riðli:
1. Sindri 85 stig
2. KFG 73 stig
3. Álftanes 70 stig
4. Árborg 69 stig
5. KFR 55 stig
6. Hvíti riddarinn 41 stig
7. Björninn 30 stig
8. Markaregn 25 stig


1. Sindri
Árangur í fyrra: 4.sæti í A-riðli
Heimavöllur: Sindravellir
Heimasíða: http://mflsindri.com/
Þjálfari: Óli Stefán Flóventsson
Hornfirðingar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrra en samkvæmt spánni munu þeir fara þangað í ár sem sigurvegarar úr A-riðli. Óli Stefán Flóventsson tók við þjálfun Sindra síðastliðið haust en hann mun einnig spila með liðinu og er það mikill styrkur. Að öðru leyti eru Sindramenn með nokkuð svipað lið og í fyrra.

2. KFG
Árangur í fyrra: 4.sæti í C-riðli
Heimavöllur: Stjörnuvöllur
Þjálfari: Lárus Guðmundsson
KFG er að hefja sitt þriðja starfsár en stígandi hefur verið í leik liðsins frá stofnun þess. Í fyrra munaði litlu að KFG kæmist í úrslitakeppnina en ef spáin gengur upp í ár þá munu Lárus Guðmundsson og lærisveinar hans enda í öðru sæti í A-riðlinum. Sú spá er ekki óeðlileg ef tekið er mið af undirbúningstímabilinu þar sem KFG fór í undanúrslit í C deild Lengjubikarsins.

3. Álftanes
Árangur í fyrra: 2.sæti í B-riðli
Heimavöllur: Bessastaðavöllur
Heimasíða: http://www.umfa.is/
Þjálfari: Grétar Már Sveinsson
Álftanes náði sínum besta árangri frá upphafi þegar liðið komst í úrslitakeppnina í fyrra. Uppbygging hefur verið í gangi á Álftanesi undanfarin ár og liðið ætti að geta farið að berjast um sæti í annarri deildinni á næstu árum en liðinu er ekki spáð jafn góðu gengi í sumar og í fyrra.

4. Árborg
Árangur í fyrra: 3.sæti í A-riðli
Heimavöllur: Selfossvöllur
Heimasíða: http://arborgfc.net/
Þjálfari: Adolf Ingvi Bragason
Árborg hefur oft verið nálægt því að komast í úrslitakeppnina en fjórum sinnum hefur félagið endað í þriðja sæti í sínum riðli, þar á meðal í fyrra. Samkvæmt spánni í ár mun Árborg ekki ná að komast í úrslitakeppnina en liðinu gekk þó ágætlega á undirbúningstímabilinu þar sem það sigraði þrjá af fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum.

5. KFR
Árangur í fyrra: 6.sæti í B-riðli
Heimavöllur: Hvolsvöllur
Heimasíða: http://www.kfrang.is/
Þjálfari: Vésteinn Gauti Hauksson
KFR hefur endað í neðsta sæti í sínum riðli undanfarin tvö ár en mikil batamerki voru á leik liðsins í fyrra frá því árið 2008. Í vetur hefur KFR síðan einnig náð fínum úrslitum og líklegt er að liðið nái betri árangur í ár heldur en undanfarin tvö tímabil. Á dögunum komu erlendu leikmennirnir Boban Jovic og James Sheerman til félagsins og þeir styrkja KFR mikið.

6. Hvíti riddarinn
Árangur í fyrra: 3.sæti í 3.deild
Heimavöllur: Varmarvöllur
Þjálfari: John Andrews
Hvíti riddarinn náði sínum besta árangri frá upphafi þegar liðið endaði í þriðja sæti í þriðju deildinni í fyrra. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og flestir leikmennirnir frá því í fyrra eru farnir í Aftureldingu. Nýjir ungir leikmenn hafa komið inn í liðið í þeirra stað og þeir munu halda merki Hvíta riddarans á lofti í sumar.

7. Björninn
Árangur í fyrra: Nýtt lið í 3.deild
Heimavöllur: Gervigrasið við Egilshöll
Þjálfari: Ágúst Þór Gylfason
Björninn er nýtt lið í þriðju deildinni. Leikmennirnir koma þó ekki úr skautafélaginu Birninum heldur hafa Fjölnismenn fengi nafnið lánað fyrir "B-lið" sitt. Gamla kempan Ágúst Þór Gylfason stýrir liðinu og hann fær það verkefni að miðla af reynslu sinni til ungra Fjölnismanna sem skipa liðið. Um er að ræða leikmenn í öðrum flokki og leikmenn sem eru nýkomnir upp í meistaraflokk.

8. Markaregn
Árangur í fyrra: Nýtt lið í 3.deild
Heimavöllur: Ásvellir
Þjálfari: Ingvar Magnússon
Markaregn var síðast með á Íslandsmótinu fyrir nokkrum árum en liðið hefur nú verið endurvakið. Um er að ræða "B-lið" hjá Haukum en liðið leikur heimaleiki sína á Ásvöllum. Langflestir leikmenn liðsins hafa leikið með yngri flokkunum hjá Haukum eða hafa tengingu við félagið.
banner
banner
banner
banner