Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. september 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Meira um nauðgunarmálið.
Grein the Sun í gær.
Grein the Sun í gær.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Lögreglumennirnir sem rannsaka nauðgunina þar sem 8 knattspyrnumenn úr ensku úrvalsdeildinni koma við sögu lokuðu í gær allri hæðinni á hótelinu þar sem atvikið átti sér stað. Tæknideildin tók prufur úr herberginu sem er á þriðju hæð hótelsins þar sem 17 ára stúlku var nauðgað af 7 knattspyrnumannana. Þá safnaði lögreglan saman myndböndum úr eftirlitskerfum hótelsins sem er 5 stjörnu hótel í vestur hluta London.

Stúlkan mætti einnig til skýrslutöku hjá nauðgunardeild lögreglunnar þar sem hennar útgáfa af atvikinu var tekin niður.

Stúlkan sem hafði hitt stjörnurnar á bar segir að leikmennirnir sjö hafi ráðist inn í herbergið og hafi hópnauðgað henni eftir að hún hafi viljug haft samræði við áttunda leikmanninn sem leikur með öðru félagi.

16 klukkustundum síðar lagði hún inn kæru á lögreglustöðinni í Marylebone í miðri London.

Flestir leikmannana eru þekkt nöfn og einn er fastur maður í landsliði sínu. Breska pressan hefur enn ekki gefið upp nöfn þeirra ákærðu þar sem menn óttast málsókn en verði þeir fundnir sekir um nauðgunina eiga þeir yfir höfði sér langa fangelsisvist.

Það var enska slúðurblaðið The Sun sem birti fréttina fyrst allra blaða í Bretlandi í gær og eftir fylgdu fréttir frá ábyrgari miðlum eins og Sky og BBC. Í gærkvöld sendi lögregla svo nokkra lögreglumenn aukalega til að gæta herbergisins þar sem atvikið átti sér stað.

Sex lögreglumenn í búningum voru á vakt fyrir utan herbergið þar sem þeir voru við fingrafararleit. Rannsóknarlögreglumenn ræddu við starfsfólk hótelsins sem var á vakt um helgina og þar á meðal konu sem var í herbergisþjónustu og er talin hafa farið með bakka fullan af drykkjum fyrir stjörnurnar.

Fyrr um daginn stóðu fjórir lögreglumenn vakt við ganginn og neituðu öllum um aðgang nema hótelgestum.

Tveir lögreglumenn í borgaralegum klæðum stóðu nærri opinni herbergishurðinni. Á milli þeirra láu á gólfinu tveir plastpokar með orðinu ,,Sönnunargögn" ritað á.

Þegar einn lögreglumannana var spurður hvað væri í gangi sagði hann: ,,Því miður má ég ekki segja það."

Þá munu myndbandsupptökur úr eftirlitskerfi hótelsins einnig verða þýðingarmiklar í rannsókninni en myndavélar eru í móttökunni og á flestum hæðum. Öryggisfyrirtæki hótelsins vinnur náið með lögreglu að rannsókn málsins.

Heimildarmaður innan hótelsins sagði: ,,Lögreglan bað um að fá að rannsaka upptökur úr öryggismyndavélunum í ljósi þess að reyna að staðfesta hvað átti sér stað.

,,Rannsóknarliðið hefur snúið aftur í herbergið sem er búið að innsigla. Tvær konur, réttarrannsóknarvísindamenn báru eitthvað sem virtist vera band notað til að safna saman fingraförum. Lögreglan gaf sterkt í skyn að þeir tækju þetta atvik mjög alvarlega."


Talsmaður innan lögreglunnar sagði að fórnarlambið sem einnis sagðist hafa verið fórnarlamb ónáttúrulegra kynlífsathafna hafi gefið fulla skýrslu um miðjan dag í gær. Hún hefur undirgengist læknisskoðun á nauðgunardeildinni og mun undirgangast HIV rannsókn.

Þau sönnunargögn sem þegar eru komin fram í málinu munu verða lögð fram í dag á fundi rannsóknaraðlia þar sem saksóknarembættið í Crown mun eiga sinn fulltrúa.

Þessar upplýsingar voru komnar í málinu í gærkvöld.

Leikmennirnir sjö frá sama liðinu hittu áttunda leikmanninn úr ensku úrvalsdeildinni er þeir voru að skemmta sér eftir leik. Hópurinn er talinn hafa hitt stúlkuna á bar á öðru hóteli í London og farið þaðan á næturklúbb áður en haldið var á hótelið þar sem þeir höfðu bókað nokkur herbergi. Unglingsstúlkan segir að hrottalega hafi verið ráðist á sig á hótelinu.

Einn leikmannana er talinn hafa bókað nokkur herbergi í sínu nafni.

Lögreglan komst að því síðar um daginn að þeir myndu verða í vandræðum með að komast að því hvaða herbergi hver leikmaður var í en lögreglumenn komust að snjallráði til að þekkja það. Hótelstjórinn hafði samþykkt að afvirkja kortaaðgangskerfið á hótelinu sem læsti leikmennina úti þegar þeir reyndu að komast aftur inn. Þeir neyddust svo til að skrá sig aftur í eigin nafni til að fá nýtt herbergiskort og þannig sér lögreglan hver var hvar.


Enginn leikmannana vissi að lögreglu hafi verið tilkynnt þegar þeir skráðu sig út af hótelinu og vissu ekkert um að rannsókn væri í gangi. Lögreglumenn rannsökuðu öll herbergi skömmu eftir að þeir yfirgáfu hótelið með leigubíl.

Viðstaddir á hótelinu þetta kvöld sögðu frá því í gær hverngi stjörnurnar höguðu sér eins og kóngar á barnum á fimmstjörnu hótelinu áður en nauðgunin átti sét stað. Einn var sagður hafa krumpað saman 20 punda seðil (2500 krónur) og hent honum í barþjóninn og sagt: ,,Hér eru tvöföld launin þín."

Annar starfsmaður á hótelinu mun hafa hlustað á leikmann segja við sig: ,,Ég þéna meira á viku en þú á þremur árum"

Einn heimildarmaður starfsfólksins sagði: ,,Þeir gáfu í skyn að þeir hefðu svo mikla peninga að þeir gætu sagt og gert það sem þá langaði til og gætu pirrað þá sem þeir vildu. En starfsfólkið á barnum sem þurfti að þjóna þeim út kvöldið átti erfitt með að hemja skap sitt. Einn karlkyns barþjónn sagði að hann hafi verið að því kominn að kýla þá í hita leiksins.

Leikmennirnir sem eru ákærðir voru í góðu skapi er þeir mættu aftur til æfinga í gær. Þeir hlógu og ærsluðust út í hvern annan þrátt fyrir að mikið hafi safnast saman blaðamönnum sem þóttust vita að þarna væru nauðgararnir. Einn viðstaddra sagði:

,,Þeir virtust ekki hafa neinar áhyggjur."

Þrátt fyrir það voru stjórarnir hjá félaginu sem stjörnurnar eru í á einhverjum neyðarfundi. Stjórnarformaðurinn sem sjaldan mætir á æfingar var kominn á æfingavöllinn áður en leikmennirnir komu.

Eftir fund með öðrum starfsmönnum félagsins í um klukkustund yfirgaf hann svæðið og liðið hélt áfram með venjulega mánudagsæfingu sína. Leikmennirnir og stjórinn neituðu síðar að láta nokkuð frá sér fara er þeir yfirgáfu æfingavöllinn.

Einn leikmannnana sem er talinn hafa verið einn af þeim brotlegu var kallaður skyndilega á fund á leikvangi félagsins. Er gengið var á hann eftir ummælum um orðróminn sagði hann bara: ,,Góður" Talið er að hann neiti öllum þætti í málinu.

Vinur leikmannsins sagði: ,,Hann hefur skothelda fjarvistarsönnun."

Talsmaður lögreglu sagði í gærkvöldi að fullyrðingarnar væru bara áskanirnar á fyrsta stigi rannsóknar. Hann sagði að ákvörðun yrði tekin um hvort farið yrði lengra með málið.
Athugasemdir
banner
banner