Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 22. júlí 2010 08:02
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Lykillinn er að þeir skori ekki mark
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Breiðablik mætir skoska liðinu Motherwell á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Motherwell til að komast áfram.

,,Það er hálfleikur og Skotarnir eru yfir. Ef við náum að halda þeim frá því að skora þá þurfum við eitt mark til að jafna leikinn. Lykillinn er að þeir skori ekki mark því að þá þurfum við strax að gera þrjú og þá er þetta þrautin þyngri," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika við Fótbolta.net í gær.

,,Það er fínt "run" á liðinu. Þó að leikurinn úti hafi tapast þá er engin ástæða til þess að sjálfstraustið fari að minnka. Við nýtum okkur þann meðbyr sem við höfum í augnablikinu til að fá allt það besta út úr þessum leik."

Breiðablik er á toppnum í Pepsi-deildinni en þrátt fyrir þétt leikjaprógram eru engin meiðsli í hópnum.

,,Það eru allir klárir, það er það besta við þetta. Þrátt fyrir mikið leikjaálag þá eru menn frískir og kvarta ekkert," sagði Ólafur sem vonast eftir góðum stuðningi í kvöld.

,,Stúkan hérna í Kópavogi er þekkt fyrir að vera hávaðasöm og með mikinn stuðning. Ég á ekki von á öðru en að það verði á morgun (í dag) líka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.