Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   mán 26. júlí 2010 23:11
Arnar Daði Arnarsson
Willum Þór Þórsson: Mun taka mig tíma að ná mér niður
Willum á hliðarlínunni í kvöld.
Willum á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sást langar leiðir að Willum Þór Þórsson var allt annað en sáttur með niðurstöðuna úr leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld en liðin skyldu jöfn 1-1.

Keflvíkingar fengu færin til að komast yfir og bæta við en þau færri nýttu þeir ekki og jafntefli því staðreynd.

,,Það mun taka mig tíma að ná mér niður, það er sárt og svekkjandi að klára ekki svona leik," sagði Willum við Fótbolta.net eftir leik.

,,Við spiluðum frábæran leik, það er það sem er sárt og svekkjandi að spila frábæran leik og að eiga miklu fleiri færi og miklu fleiri dauðafæri og klára þau ekki."

,,Það er erfitt fyrir strákana eftir leik, að hafa spilað vel, barist vel, unnið vel og við héldum boltanum vel á löngum köflum og færðum hann vel á milli miðsvæðisins, út á bakverðina og fyrirgafir hægri vinstri og að við skulum ekki klára færin og vinna þennan leik, er sárt og svekkjandi,"
sagði Willum en Keflvíkingar eru áfram í 5.sæti deildarinnar með 20 stig.

Nánar er rætt við Willum Þór í sjónvarpinu hér að ofan.
banner