Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mán 26. júlí 2010 23:11
Arnar Daði Arnarsson
Willum Þór Þórsson: Mun taka mig tíma að ná mér niður
Willum á hliðarlínunni í kvöld.
Willum á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sást langar leiðir að Willum Þór Þórsson var allt annað en sáttur með niðurstöðuna úr leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld en liðin skyldu jöfn 1-1.

Keflvíkingar fengu færin til að komast yfir og bæta við en þau færri nýttu þeir ekki og jafntefli því staðreynd.

,,Það mun taka mig tíma að ná mér niður, það er sárt og svekkjandi að klára ekki svona leik," sagði Willum við Fótbolta.net eftir leik.

,,Við spiluðum frábæran leik, það er það sem er sárt og svekkjandi að spila frábæran leik og að eiga miklu fleiri færi og miklu fleiri dauðafæri og klára þau ekki."

,,Það er erfitt fyrir strákana eftir leik, að hafa spilað vel, barist vel, unnið vel og við héldum boltanum vel á löngum köflum og færðum hann vel á milli miðsvæðisins, út á bakverðina og fyrirgafir hægri vinstri og að við skulum ekki klára færin og vinna þennan leik, er sárt og svekkjandi,"
sagði Willum en Keflvíkingar eru áfram í 5.sæti deildarinnar með 20 stig.

Nánar er rætt við Willum Þór í sjónvarpinu hér að ofan.