Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. október 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
FIFA hótar að taka á máli Ferdinand.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Rio Ferdinand miðvörður Manchester United mun lenda í alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA ef enska knattspyrnusambandi, FA, sleppir honum án viðurlaga fyrir að mæta ekki í lyfjapróf í síðasta mánuði. Það var Michel D´Hooge lyfjalögga innan FIFA sem hótaði þessu í morgun. D´Hooge er yfirmaður lyfjanefndar FIFA og maðurinn sem sér um baráttuna gegn lyfjanotkun í boltanum.

Hann sagði: ,,Þetta er alvarlegt mál. Það verður að refsa Ferdinand. FIFA býður eftir að vita hvort hann fái harðan dóm, sem hentar brotinu sem hann framdi. Við munum láta þá ensku vinna sitt starf fyrst. Ef allt verður gert rétt þá þurfum við ekki að aðhafast."

Belgíski læknirinn, D´Hooge bætti svo við að hann vænti þess að enska knattspyrnusambandið felli harðan dóm yfir Ferdinand og gaf í skyn að hann ætti að vera bannaður í meira en 2 ár eins og lyfjareglurnar kveða á um.

,,FIFA notar reglur sínar sem leiðbeinandi en þær eru ekki bindandi. Við viljum láta meta hvert mál fyrir sig en dómurinn gæti orðið minna en tvö ár eða meira."

D´Hooge staðfesti svo að lokum að mál Ferdinand yrði tekið fyrir á stjórnarfundi FIFA í Qatar um næstu helgi en tók fram að ekkert yrði aðhafst fyrr en enska knattspyrnusambandið hefði tekið ákvörðun um hvað þeir ætli að gera í málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner