fös 17. október 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Bíll Otsemobor sprengdur upp.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Hann á ekki sjö dagana sæla hann Jon Otsemobor, tvítugur varnarmaður Liverpool sem um daginn var skotinn í rassinn í skotárás á bar í Liverpool borg. Kappinn á BMW 325Ci bifreið sem hann lagði fyrir utan parhúsið sem hann býr í ásamt móður sinni og í gærkvöld var rúða brotin og sprengjum hent inn í bílinn sem er mjög illa farinn á eftir. Lögregland rannsakaði málið í gærkvöld og einnig hvort málið tengdist eitthvað skotárásinni fyrir hálfum mánuði síðan. Í rannsókn sinni í gær gerði lögreglan 92 kassa af kraftmiklum flugeldum upptæka en auk þess kókaíni að virði 1200 þúsunda króna og tvo riffla. Otsemobor hinsvegar er óðum að jafna sig eftir skotárásina og lék með varaliði Liverpool sem tapaði 0-1 fyrir Manchester United í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner