þri 21. september 2010 15:02
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Pétursson með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Guðmundur Pétursson, framherji Breiðabliks, er með slitið krossband og innra liðband sem og skemmdir í liðþófanum.

Guðmundur meiddist gegn sínum gömlu félögum í KR í síðustu viku og nú hefur alvarleiki meiðslanna komið í ljós.

,,Markmiðið er að reyna að vera tilbúinn fyrir næsta tímabil og við vonum það besta," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

Ljóst er að Guðmundur verður frá keppni næstu mánuðina en hann fer í aðgerð síðar í haust.

Breiðablik er í toppsætinu í Pepsi-deildinni fyrir lokaumferðina en liðið mætir Stjörnunni á laugardag.

,,Það er glatað að missa af þessum leikjum, þetta er skemmtilegur tími hjá liðinu og glatað að vera hliðarlínunni."

Guðmundur gekk í raðir Breiðabliks frá KR í vetur en hann var einnig í láni hjá Kópavogsliðinu síðari hlutann á síðasta tímabili.
banner
banner
banner