Jón Guðni Fjóluson verður ekki með Fram gegn FH í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni um helgina.
Jón Guðni missti af leik Fram og Vals um síðustu helgi en botnlanginn var tekinn úr honum í fyrradag.
Samkvæmt læknum verður Jón Guðni frá keppni í 3-4 vikur og því er líklegt að hann missi af leikjum U21 árs landsliðsins gegn Skotum í næsta mánuði.
,,Það er líklegt eins og er en ég veit það ekki alveg. Það er smá möguleiki en hann er kannski ekki mikill," sagði Jón Guðni við Fótbolta.net í dag.
U21 árs landsliðið mætir Skotum á Laugardalsvelli 7.október og liðin mætast síðan í Skotlandi fjórum dögum síðar.
Jón Guðni hefur verið mjög öflugur í liði Fram í sumar en hann hefur skorað fimm mörk í sautján leikjum í Pepsi-deildinni.