Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Keflavík
2
0
Breiðablik
Elías Már Ómarsson '62 1-0
Elías Már Ómarsson '82 2-0
12.05.2014  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Sunny Kef stendur undir nafni
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1250
Maður leiksins: Elías Már Ómarsson
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('73)
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('63)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('83)
20. Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn:
3. Andri Fannar Freysson ('73)
9. Daníel Gylfason ('63)
13. Unnar Már Unnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('87)
Halldór Kristinn Halldórsson ('20)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Lárus Ingi Magnússon
Elías Már sá um Blika
Það má segja að sólin sé hátt á lofti í Keflavík þessa daganna, allavega hvað fótbolta varðar. Þrátt fyrir hrakspár ýmissa spekinga þá eru drengirnir úr bítlabænum að blása á þær spár svo um munar í upphafi móts.

Leikurinn í kvöld, gegn Breiðabliki fór rólega af stað, heimamenn skipulagðir varnarlega og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir meðan gestirnir virtust ráðvilltir og hálf undankomulausir í öllum sínum aðgerðum.
Það var þó lítið um opin færi í fyrri hálfleiknum ef undan er skilið dauðafæri sem Sigurbergur Elísson fékk á 15.mín en skot hans fór yfir markið. Blikar fengu svo eitt færi sem Jonas varði vel og að endingu fékk svo Bojan Lubicic gott færi en skaut yfir markið.

Árni Vilhjálmsson, sem byrjaði leikinn á varamannabekk Blika kom inn í leik Blika eftir að Páll Olgeir þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

Eftir frekar daufan fyrri hálfleik þá upphófst ein sú mesta einstefna sem undirritaður hefur séð í langan tíma. Heimamenn gjörsamlega yfirtóku leikinn strax frá upphafi seinni hálfleiksins og ljóst að eitthvað myndi undan láta áður en langt um liði.
Það varð svo raunin á 62. mín. Eftir klafs í teignum og slaka varnarvinnu Blika, barst boltinn til Elíasar Más Ómarssonar sem þakkaði pent fyrir og kom heimamönnum yfir með góðu skoti. Þetta var algjörlega í takt við leikinn og í raun voru Blikar heppnir að vera ekki þegar undir á þessum tímapunkti.

Ef allt hefði verið með feldu þá hefði þetta átt að vekja gestina en það varð öðru nær. Keflvíkingar héldu áfram að stjórna leiknum og voru betri í einu og öllu á vellinum. Magnús Þórir og Elías Már voru að leika frábærlega fyrir heimamenn og í raun var eina spurningin hvenær stíflan myndi bresta öðru sinni. Það gerðist svo á 82. mín þegar besti maður vallarins, Elías Már Ómarsson fullkomnaði stórleik sinn.
Hann fékk óvænt sendingu innfyrir vörn Blika, hljóp af sér varnarmenn og skoraði af yfirvegun framhjá Gunnleifi og tryggði Keflvíkingum sinn þriðja sigur í jafn mörgum leikjum.

Það má með sanni segja að það hafi bara verið eitt lið á vellinum í kvöld og ljóst að drengirnir úr Kópavoginum verða að gera mun betur í komandi leikjum ef ekki á illa að fara í sumar. Þeir áttu aldrei séns og í raun virtust aldrei hafa nokkurn áhuga á því að spila þennan leik til sigurs.

Það verður þó ekki frá heimamönnum að þeir léku glimrandi vel, sérstaklega í seinni hálfleik og í raun vel allan leikinn varnarlega séð. Það verður gaman að sjá framhaldið hjá þeim, hvort þeir haldi áfram á sömu braut.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Stefán Gíslason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('71)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Guðmundur Friðriksson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('42)
27. Tómas Óli Garðarsson ('54)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
10. Árni Vilhjálmsson ('42)
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson ('54)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Stefán Gíslason ('57)

Rauð spjöld: