Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
2
4
FH
0-1 Ingimundur Níels Óskarsson '10
Árni Vilhjálmsson '11 1-1
1-2 Atli Viðar Björnsson '30
1-3 Kassim Doumbia '39
Kassim Doumbia '40
Arnór Sveinn Aðalsteinsson '44 2-3
2-4 Jón Ragnar Jónsson '90
21.07.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1187
Maður leiksins: Róbert Örn Óskarsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('84)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
17. Elvar Páll Sigurðsson ('66)
18. Finnur Orri Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('78)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
15. Davíð Kristján Ólafsson ('84)
22. Ellert Hreinsson ('66)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
27. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Gísli Páll Helgason ('64)

Rauð spjöld:
@jedissson Jóhann Óli Eiðsson
Jón Ragnar bjargaði Kassim frá martröð
Það er óhætt að segja að leikur Breiðabliks og FH í 12. umferð Pepsi-deildar karla hafi verið fjörugur í meira lagi. FH-inga dauðlangaði að endurheimta toppsætið með sigri meðan Blikar eygðu sinn þriðja sigur í röð og sæti í efri hluta deildarinnar.

Grænklæddir heimamenn byrjuðu af krafti og pressuðu FH-inga hátt á vellinum og sköpuðu vandræði í vörn andstæðinganna. Á áttundu mínútu fékk Andri Yeoman draumasendingu inn fyrir og í óeigingirni sinni renndi hann boltanum til Árna Vilhjálmssonar. Skot Árna var beint í Kassim Doumbia úr fínu færi.

Strax í næstu sókn kom fyrsta markið og það var gestanna. Atli Viðar vann boltann á miðjum vellinum og fann samherja í Emil Pálssyni. Emil renndi boltanum út í vítateiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson kom á ferðinni og skoraði laglegt mark.

Leikurinn minnti um mjög á tennisleik í upphafi en aðeins andartaki síðar höfðu heimamenn jafnað leikinn. Árni Vilhjálmsson skoraði þá af harðfylgi er hann skreið í átt að frákasti eigin skalla og ýtti knettinum yfir línuna.

FH-ingar skoruðu tvö mörk áður en hálfleikurinn var úti. Það fyrra skoraði Atli Viðar Björnsson er hann var réttur maður á réttum stað og fylgdi eftir skoti Emils Pálssonar. Hið síðara skoraði Kassim Doumbia með skalla eftir hornspyrnu Hólmars Arnar Rúnarssonar.

Kassim fékk svo að líta sitt annað gula spjald strax í kjölfar marksins er hann handlék boltann á miðjum eigin vallarhelmingi. Er spjaldið fór á loft reif hann í hendina á Þorvaldi Árnasyni dómara og spurning hvaða augum aganefnd á eftir að líta það atvik.

Áður en síðari hálfleik lauk höfðu heimamenn minnkað muninn og var þar á ferðini Arnór Sveinn Aðalsteinsson með hörkuskalla eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar. Stórfjörugur hálfleikur og frábær knattspyrnuleikur fyrir hinn almenna áhorfanda.

Síðari hálfleikur var líflegur en ekkert á við þann fyrri. FH-ingar pökkuðu töluvert og reyndu að halda fengnum hlut. Blikar sóttu mikið en gekk illa að skapa sér hættuleg færi gegn skipulagðri vörn FH. Það var helst eftir föst leikatriði sem stórhætta varð upp við markið.

Heimamenn skoruðu að vísu mark sem Þorvaldur Árnason dæmdi af vegna brots sem fór alveg framhjá mér. Við fyrstu sýn virtist þetta rangur dómur. Þorvaldur átti nokkrar undarlegar ákvarðanir í leiknum og er spurning hvort Breiðablik hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik er Róbert Örn virtist fella Elvar Pál innan teigs.

Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Kópavogsbúa náðu þeir ekki að skora fleiri mörk en það gerðu Hafnfirðingar hins vegar í uppbótartíma. Gunnleifur Gunnleifsson hafði farið út úr marki sínu og þegar boltinn barst til Atla Guðnasonar eftir að fast leikatriði heimamanna var hreinsað frá upphófst mikið kapphlaup milli þeirra.

Atli var skynsamur og renndi boltanum til hliðar á Jón Ragnar Jónsson sem var á þeysispretti upp hægri kanntinn. Þúsundþjalasmiðurinn sagði sjálfur eftir leikinn að hann hefði þurft að hafa sig allan við til að skora þetta mark sem jafnframt var hans fyrsta meistaraflokksmark.

FH-ingar unnu þarna mikinn baráttusigur. Liðið sýndi mikla baráttu og vilja og barðist allan leikinn. Fremstir meðal jafningja voru þeir Róbert Örn, sem varði oft á tíðum glæsilega, og Jón Ragnar sem var eins og maskína í hægri bakverðinum. Ekki má gleyma hlut Atlanna tveggja, Emils Páls og Ingimundar Níels. Kassim "The Dream" spilaði vel að undanskildum tveimur grjótheimskum spjöldum.

Blikar ganga líklega svekktir frá þessum leik. Spilamennska liðsins var flott og það var mjög gaman að horfa á léttleikandi spil þeirra. Aulaskapur í vörninni í fjórgang varð hins vegar þess valdandi að liðið fékk engin stig úr þessum leik.

Elvar Páll var afar líflegur á vinstri kantinum og bakverðirnir tveir virtust þindarlausir í sínum aðgerðum. Löng innköst Gísla Páls ógnuðu í tvígang og Arnór Sveinn hefur sennilega aldrei verið jafn mikið upp við vítateig andstæðingsins.

Úrslitin þýða að FH endurheimtir sæti sitt á toppi deildarinnar en staða Breiðabliks er óbreytt. Næsti leikur FH er útileikur gegn Fylki á meðan Breiðablik sækir KR heim.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
2. Sean Michael Reynolds
6. Sam Hewson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('80)
8. Emil Pálsson ('46)
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('72)
20. Kassim Doumbia
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('80)
24. Ási Þórhallsson
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Hólmar Örn Rúnarsson ('76)
Ingimundur Níels Óskarsson ('63)
Atli Guðnason ('43)
Jón Ragnar Jónsson ('40)
Kassim Doumbia ('39)
Kassim Doumbia ('20)

Rauð spjöld:
Kassim Doumbia ('40)