Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
FH
2
0
Neman Grodno
Atli Guðnason '42 1-0
Atli Viðar Björnsson '80 2-0
24.07.2014  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Forkeppni Evrópudeildar (fyrri leikur fór 1-1)
Dómari: Nerijus Dunauskas (Litháen)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('76)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('57)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
2. Sean Michael Reynolds
3. Guðjón Árni Antoníusson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('76)
17. Atli Viðar Björnsson ('57)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Fagleg frammistaða FH
FH komst í kvöld áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 sigur frá Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í Kaplakrika. FH var í flottum málum fyrir leikinn eftir 1-1 jafntefli ytra og kláraði einvígið á afar faglegan hátt í kvöld.

Varnarleikur FH-ingar var traustur og þeir sýndu þolinmæði, biðu eftir að mótherjarnir myndu koma framar á völlinn og tækifæri gæfust á að refsa. Skynsemin að leiðarljósi.

Sóknaraðgerðir gestaliðsins voru bitlausar og fyrirsjáanlegar í fyrri hálfleik. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik náði Atli Guðnason að koma Fimleikafélaginu yfir þegar hann nýtti sér hörmuleg mistök markvarðar Neman Grodno.

Gestirnir komu öflugir til leiks í seinni hálfleik og náðu nokkrum skotum á markið en Róbert Örn Óskarsson var vel á verði í markinu. FH náði að standast pressuna og eftir að varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði á 80. mínútu lögðu Hvít-Rússarnir árar í bát og FH sigldi farseðlinum örugglega í land.

Markið hjá Atla var glæsilegt. Hann fékk boltann eftir aukaspyrnu sem Hólmar Örn Rúnarsson tók, lagði hann fyrir sig og skaut svo þéttingsföstu skoti á lofti.

Gott skipulag og þétt vörn ásamt vilja og góðri frammistöðu í fyrri leiknum skilaði leik gegn sænska liðinu Elfsborg í næstu umferð.

Maður leiksins var Kassim Doumbia sem var eins og klettur í vörninni.
Byrjunarlið:
1. Marius Rapalis (m)
9. Ivan Dzenisevich
10. Dzmitry Rekish
13. Vladimir Veselinov
17. Yahor Zubovich ('64)
18. Pavel Rybak
23. Maksim Vitus
25. Ihar Yasinski
32. Igors Tarasovs
46. Aliaksei Lechylin ('64)
88. Pavel Savitski

Varamenn:
19. Aliaksandr Sulima (m)
4. Artsem Rakhamanau
5. Dzmitry Rauneika
8. Siarhei Liavitski ('64)
11. Dzmitry Kavalionak ('64)
14. Aliaksandr Aniukevich
15. Artsem Salavei

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ivan Dzenisevich ('41)

Rauð spjöld: