Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
4
4
Keflavík
0-1 Aron Rúnarsson Heiðdal '5
Guðjón Pétur Lýðsson '36 1-1
1-2 Elías Már Ómarsson '45
Höskuldur Gunnlaugsson '47 2-2
2-3 Hörður Sveinsson '50
2-4 Frans Elvarsson '69
Stefán Gíslason '87 3-4
Baldvin Sturluson '96 4-4
06.08.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason ('82)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
7. Stefán Gíslason
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('66)
30. Andri Rafn Yeoman ('72)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
6. Jordan Leonard Halsman
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('66)
17. Elvar Páll Sigurðsson
21. Baldvin Sturluson ('72)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Tveir nýir markaskorar í átta marka leik
Það var kannski ekki spilaður flottasti knattspyrnuleikur sumarsins á Kópavogsvelli í kvöld en skemmtanagildið var í fyrirrúmi. Átta mörk og mikil dramatík á loka mínútunum sem leiddi til þess að bæði lið fóru með sitthvort stigið.

Keflvíkingar komust þrívegis yfir í leiknum, fyrsta markið kom strax í upphafi leiks þegar miðvörðurinn ungi, Aron Heiðdal skoraði með skalla í sínum fyrsta leik í efstu deild. Gestirnir voru yfir í hálfleik 2-1 eftir mark í blálokin frá Elíasi Má. Blikarnir langt í frá að vera traustvekjandi en samt sem áður ekki síðari aðilinn í fyrri hálfleiknum.

Þeir mættu inn í seinni hálfleikinn af miklu krafti sem skilaði þeim jöfnunarmarki strax á 47. mínútu frá Höskuldi Gunnlaugssyni sem var líflegur í sóknarleik Breiðabliks í fyrri hálfleik ásamt Árna Vilhjálmssyni og Guðjóni Pétri sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks. Sömu sögu er ekki hægt að segja um Ellert Hreinsson sem sást vart allan þann tíma sem hann var á vellinum.

Keflvíkingar svörðu um hæl með marki frá Herði Sveinssyni og bættu síðan við fjórða markinu á 69. mínútu. Staðan orðin svört hjá Breiðablik og það var ekkert í spilunum að þeir væru að fara jafna metin. Það var þó ekki vegna góðrar frammistöðu Keflvíkinga heldur voru heimamenn arfa slakir á þessum kafla og lengri köflum í leiknum.

Knattspyrnan er hinsvegar óútreiknanleg og það sýndi sig í kvöld. Stefán Gíslason minnkaði muninn á 86. mínútu eftir dapra frammistöðu og varamaðurinn Baldvin Sturluson jafnaði síðan metin á 96. mínútu leiksins. Leikurinn var mikið stöðvaður í seinni hálfleik, bæði vegna meiðsla og skiptinga og voru fimm mínútum bætt við. Auk þess gerðu Keflvíkingar skiptingu í uppbótartíma sem skilaði sér ekki betur en í auka mínútu og marki frá Breiðablik.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('59)
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('85)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
2. Anton Freyr Hauksson
6. Einar Orri Einarsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('91)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Ray Anthony Jónsson ('61)
Aron Grétar Jafetsson ('40)

Rauð spjöld: