Fjölnir
1
1
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '52
Mark Charles Magee '76 1-1
11.08.2014  -  19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson ('79)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson ('89)
10. Aron Sigurðarson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('61)

Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson ('89)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('79)
18. Mark Charles Magee ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('14)

Rauð spjöld:
@mattimatt Matthías Freyr Matthíasson
Sanngjarnt jafntefli í leiðinlegum leik í Grafarvoginum
Það var svo kallaður 6 stiga leikur í Grafarvoginum í kvöld þegar heimamenn í Fjölni tóku á móti Breiðablik. Bæði lið eru í erfiðleikum í deildinni og þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda í þeirri baráttu sem þau eru í.

En það var ekki að sjá að liðin kæmu inn í leikinn með það hugafar. Fyrri hálfleikur er hreint út sagt sá leiðinlegasti sem sá sem þetta ritar hefur séð í allt sumar. Það voru engin færi hjá hvorugu liðinu og ekkert að gerast. Því er ekkert meira að segja um þann hálfleik nema jú, sólin skein og það var brjálæðislega heitt.

En seinni hálfleikurinn byrjaði mun mun betur. Á 52 mínútu leiksins áttu Blikar vel útfærða sókn þar sem Höskuldur Gunnlaugsson átti fyrirgjöf inn í teig, þar sem Elfar Árni lét boltann fara áfram og þar kom Árni Vilhjálms á ferðinni og smellhitti boltann í markið. Vel gert!

En eftir markið tók við sama ládeyðan og einkenndi fyrri hálfleikinn, fram að 76 mínútu. Því að þá jöfnuðu Fjölnismenn leikinn og þar var nýi leikmaðurinn hjá Fjölnismönnum hann Mark Charles Magee sem var á ferðinni eftir stoðsendingu frá Ragnara Leóssyni sem er stoðsendingakóngur deildarinnar sem stendur.

En eftir þetta var eins og bæði lið sættust á að jafntefli yrði niðurstaðan sem og hún varð. Bæði lið eru því enn í þeirri baráttu sem þau voru í fyrir leikinn, að berjast um í neðri hluta deildarinnar.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('68)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Stefán Gíslason ('89)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('75)
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Baldvin Sturluson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
6. Jordan Leonard Halsman
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Elvar Páll Sigurðsson ('89)
22. Ellert Hreinsson ('75)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Baldvin Sturluson ('12)

Rauð spjöld: