Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
0
1
KA
0-1 Ævar Ingi Jóhannesson '98
18.06.2015  -  19:15
Kópavogsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 436
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason ('70)
10. Atli Sigurjónsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
19. Kristinn Jónsson
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('110)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman ('70)

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Damir Muminovic ('110)
21. Guðmundur Friðriksson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('70)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Höskuldur Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Skýrslan: Breytist #Pepsi16 í #EuroKA16 ?
Hvað réði úrslitum?
KA fundu leið framhjá Gunnleifi markverði Blika á meðan Blikarnir fundu ekki glufu framhjá Rajko í marki KA. Heilt yfir var þetta jafn leikur þar sem bæði lið fengu fín færi. Eftir að KA komst yfir í byrjun framlengingarnar, jókst krafturinn í sókn Blika en það dugði ekki til.
Bestu leikmenn
1. Srdjan Rajkovic
Markvörðurinn, síungi gjörsamlega lokaði rammanum, þá sérstaklega í framlengingunni. Leikmenn Blika hefðu ekki getað keypt sér mark á meðan Rajko var á vaktinni í marki KA. Hefur fengið fá tækifæri hjá KA það sem af er tímabili en með svona frammistöðu verður erfitt fyrir Bjarna að bekkja hann í næsta deildarleik.
2. Archange Nkumu
Var gagnrýndur fyrir sína frammistöðu á undirbúningstímabilinu en hefur verið vaxandi hjá KA í sumar. Stór og stæðilegur og hleypir fáum framhjá sér sem djúpur miðjumaður. Er síðan lygilega lunkinn með boltann, þrátt fyrir hæð sína. Hélt boltanum vel í leiknum og var akkerið á miðjunni hjá KA.
Atvikið
Srdjan Rajkovic varði í þrígang á stuttum tíma í seinni hálfleik framlengingarnar. Í tvígang varði hann af meters-færi, fyrst frá Höskuldi og í seinna skiptið frá Ellert Hreinssyni.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik sem hafa verið á fljúgandi siglingu eru dottnir úr Borgunarbikarnum á meðan KA verður eina neðri deildarliðið í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í hádeginu á morgun.
Vondur dagur
Ellert Hreinsson sofnar líklega seint í kvöld. Í fyrri hálfleik fékk hann tvö mjög góð færi og í seinni hálfleik og í framlengingunni sjálfri óð maðurinn í opnum marktækifærum en hann fann ekki leið framhjá Rajko í marki KA, eins og fleiri í liði Blika. Á venjulegum degi hefði Ellert getað skorað 2-3 mörk.
Dómarinn - 7,1
Leysti verkefnið vel í kvöld. Hefði hæglega getað lyft fleiri spjöldum í leiknum en hélt línunni og leyfði meira en maður hefur séð.
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason ('87)
Srdjan Rajkovic
3. Callum Williams
4. Hilmar Trausti Arnarsson
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson ('109)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Juraj Grizelj
11. Jóhann Helgason ('67)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archie Nkumu

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Ívar Örn Árnason
17. Ýmir Már Geirsson
19. Benjamin James Everson ('87)
26. Ívar Sigurbjörnsson ('109)

Liðsstjórn:
Halldór Hermann Jónsson

Gul spjöld:
Jóhann Helgason ('59)
Benjamin James Everson ('90)

Rauð spjöld: