Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
FH
1
1
Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason '69
Bjarni Þór Viðarsson '90
Kassim Doumbia '94 1-1
21.06.2015  -  20:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sólin skín, grasið lookar.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 2843
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon
16. Jón Ragnar Jónsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('59)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
22. Jeremy Serwy ('59)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('79)

Varamenn:
11. Atli Guðnason ('59)
17. Atli Viðar Björnsson ('79)
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('59)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('35)
Böðvar Böðvarsson ('65)
Jón Ragnar Jónsson ('81)

Rauð spjöld:
Bjarni Þór Viðarsson ('90)
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Skýrslan: Draumurinn bjargaði stigi fyrir FH í toppslagnum
Hvað réði úrslitum?
Varnir beggja liða voru heilt yfir mjög góðar og töluvert betri en sóknarmenn liðanna. Það benti allt til þess að Blikarnir væru að fara taka öll stigin úr leiknum í kvöld, þangað til á 94. mínútu þegar Draumurinn, Kassim Doumbia mætti og stangaði boltann í netið.
Bestu leikmenn
1. Elfar Freyr Helgason
Stóð vaktina vel í vörn Breiðabliks. Hægt að velja Damir hér líka og fleiri í vörn Blika. Elfar var þó hvað traustastur, flestar sendingar hans rötuðu á samherja og var ekki í neinu veseni með Steven Lennon og Kristján Flóka í leiknum.
2. Kassim Doumbia
Hver veit nema jöfnunarmarkið frá Doumbia verði það sem skilar FH Íslandsmeistaratitlinum í lok sumars? Kassim og Pétur átti góðan leik í miðri vörn FH og fær Doumbia að njóta vafans, eftir þetta mikilvæga mark.
Atvikið
Jöfnunarmark Doumbia í uppbótartíma. Allt benti til þess að Blikarnir væru að fara með öll stigin í Kópavoginn en þá mætir Doumbia og bjargar FH-ingum. Góð hornspyrna Bödda löpp ratar á ennið á Doumbia sem stangaði boltann í netið. Hárið var ekkert að trufla Doumbia, enda með rosalegt ennisband frá Adidas. Ætli það sé í samningnum hans við FH?
Hvað þýða úrslitin?
Staðan helst óbreytt á toppnum. FH-ingar eru enn efstir, með einu stigi meira en Breiðablik. Fjölnismenn geta hinsvegar komið sér á toppinn annað kvöld sigri þeir Víkinga stórt.
Vondur dagur
Spilamennska FH-inga var á löngum köflum mjög vond. Þeir áttu í erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins, langar og stuttar sendingar enduðu oftar en ekki á röngum stað sem gerði þeim erfitt fyrir að byggja upp sóknir í leiknum.
Dómarinn - 7,8
Öruggur að vanda. Er að stimpla sig inn sem sá allra besti í dómarastéttinni. Fékk það hlutverk að dæma stórleik deildarinnar og var ekki í neinum vandræðum með hann. Ef dómarar landsins væru að fara út í atvinnumennsku í jafn mörgum gámum og leikmenn deildarinnar, þá væri Gunnar Jarl löngu farinn.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson ('86)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('82)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
13. Sólon Breki Leifsson ('82)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('79)

Rauð spjöld: