ÍA
4
2
Keflavík
Arsenij Buinickij '2 1-0
1-1 Sindri Snær Magnússon '15
1-2 Sindri Snær Magnússon '34
2-2 Einar Orri Einarsson '36 , sjálfsmark
Albert Hafsteinsson '39 3-2
3-2 Hólmar Örn Rúnarsson '49 , misnotað víti
Ásgeir Marteinsson '91 4-2
22.06.2015  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn góður og skýjað en nokkur vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 940
Maður leiksins: Ásgeir Marteinsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Ingimar Elí Hlynsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson ('63)
10. Jón Vilhelm Ákason
13. Arsenij Buinickij ('81)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('83)
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson
27. Darren Lough

Varamenn:
8. Hallur Flosason ('83)
10. Steinar Þorsteinsson
31. Marko Andelkovic ('63)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Teitur Pétursson
Arnór Snær Guðmundsson

Gul spjöld:
Darren Lough ('67)
Jón Vilhelm Ákason ('95)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
Skýrslan: Skagamenn vinna mikilvægan sigur á Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Þriggja mínútna kafli undir lok fyrri hálfleiks þar sem Skagamenn komast aftur inn í leikinn og leiða í hálfleik. Það gerði gestunum erfiðara fyrir í seinni hálfleik að þurfa að brjóta sterka vörn ÍA á bak aftur. Stungusending Arnars Más Guðjónssonar innfyrir vörn Keflavíkur og mark Ásgeirs Marteinssonar kláraði svo leikinn.
Bestu leikmenn
1. Ásgeir Marteinsson (ÍA)
Frábær leikur Ásgeirs Marteinssonar í sókn ÍA. Hann var ódrepandi og hljóp allan leikinn og var ógnandi. Hann átti mikinn þátt í þriðja marki Skagamanna og skoraði fjórða mark liðsins.
2. Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Árni Snær Ólafsson átti svo stórleik í marki heimamanna, varði vítaspyrnu virkilega vel og átti góð úthlaup og hélt Skagamönnum í leiknum í seinni hálfleik.
Atvikið
Vítaspyrnan í byrjun seinni hálfleiks sem Árni Snær Ólafsson fær á sig þegar hann braut á Daníel Gylfasyni sóknarmanni Keflavíkur. Árni Snær varði glæsilega spyrnu Hólmars Arnar Rúnarssonar og það var vendipunktur leiksins því Skagamenn sigldu þremur stigum í hús í framhaldinu.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða að Skagamenn eru komnir aðeins frá falldraugnum, í bili að minnsta kosti. Keflvíkingar eru aftur á móti í vondum málum með aðeins einn sigurleik í níu leikjum og þeir verða að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara.
Vondur dagur
Þetta var vondur dagur fyrir varnarmenn Keflvíkinga. Þeir fengu á sig fjögur mörk í kvöld og varnarleikurinn var allt annað en sannfærandi. 21 mark í 9 leikjum er ekki líklegt til árangurs fyrir Suðurnesjamenn í sumar ef þeir ætla að halda sæti sínu í deildinni.
Dómarinn - 7.0
Vilhjálmur Alvar dæmdi leikinn ágætlega.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson ('46)
Sigurbergur Elísson
2. Samuel Jimenez Hernandez
5. Insa Bohigues Fransisco
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
9. Daníel Gylfason ('79)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('73)

Varamenn:
12. Stefán Guðberg Sigurjónsson (m)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('73)
13. Unnar Már Unnarsson
18. Einar Þór Kjartansson
20. Magnús Þórir Matthíasson ('46)
22. Leonard Sigurðsson ('79)
25. Frans Elvarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('93)

Rauð spjöld: