Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Breiðablik
3
1
ÍA
Jonathan Glenn '47 1-0
1-1 Albert Hafsteinsson '83
Jonathan Glenn '88 2-1
Jonathan Glenn '90 3-1
17.08.2015  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason ('69)
17. Jonathan Glenn
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('70)
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('89)

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
10. Atli Sigurjónsson ('70)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('89)
21. Guðmundur Friðriksson
30. Andri Rafn Yeoman ('69)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Skýrslan: Þrennu-Glenn hetja Blika gegn Skagamönnum
Hvað réði úrslitum?
Blikar voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum og áttu að skora að minnsta kosti fimm mörk til viðbótar. Klúðrin voru einfaldlega ævintýraleg hjá þeim oft á tíðum, en mark frá Jonathan Glenn snemma í seinni hálfleik kom þeim í góða stöðu. Skagamenn neituðu samt að gefast upp og unnu sig inn í leikinn þó herslumuninn vantaði. Sá herslumunur leit dagsins ljós í formi stórkostlegs marks frá Alberti Hafsteinssyni þegar lítið var eftir. Hins vegar skoraði Jonathan Glenn annað skallamark skömmu síðar eftir frábæra fyrirgjöf frá Atla Sigurjónssyni. Glenn bætti svo við þriðja markinu og gulltryggði sigur Blika skömmu fyrir leikslok. Sanngjarn sigur en virkilega svekkjandi fyrir Skagamenn, sem höfðu gert vel að jafna metin á 83. mínútu.
Bestu leikmenn
1. Jonathan Glenn
Jonathan Glenn er alger himnasending fyrir Blika. Hann skoraði glæsilega þrennu og var sífellt ógnandi. Fyrstu tvö mörkin voru frábær skallamörk og svo skoraði hann í autt netið eftir skyndisókn Blika þar sem markvörðurinn var kominn fram eftir hornspyrnu. Ekki hægt að biðja um meira en þrennu frá sóknarmanni.
2. Oliver Sigurjónsson
Oliver Sigurjónsson var einfaldlega frábær á miðjunni hjá Blikum, bæði varnarlega og sóknarlega. Skapaði margar hættulegar sóknir með góðri útsjónarsemi og steig einfaldlega ekki feilspor.
Atvikið
Annað mark Breiðabliks verður að flokkast sem helsta atvik leiksins. Liðið gerði frábærlega að komast yfir á ný með góðum skalla frá Jonathan Glenn, en Skagamenn voru öskureiðir vegna þess að þeir vildu fá aukaspyrnu við hinn enda vallarins áður en Blikar komust í þessa örlagaríku sókn. Þeir höfðu líklega eitthvað til síns máls, það virtist vera brotið á Skagamanni en Valdimar Pálsson dæmdi ekkert og Blikar enda á að skora.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar fara upp fyrir KR og í 2. sæti deildarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Þeir eru ennþá fjórum stigum frá toppliði FH en eru tveimur stigum fyrir ofan KR sem á leik til góða. Skagamenn geta verið nokkuð sáttir með að Leiknir og Víkingur gerðu jafntefli, þeir eru núna þremur stigum frá fallsæti og missa Víking einu stigi fram úr sér. Þeir geta prísað sig sæla að Leiknismenn unnu ekki góðan útisigur í Víkinni.
Vondur dagur
Þórður Þorsteinn Þórðarson vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst. Hann á eftir að vakna upp við martraðir næstu nætur og í þeim martröðum mun Kristinn Jónsson ásækja hann. Kristinn fór trekk í trekk afar illa með Þórð og náði fjölmörgum hættulegum fyrirgjöfum inn í teiginn.
Dómarinn - 6,5
Nokkrir furðulegir dómar og þá sérstaklega í lok leiks, í atvikinu sem rætt er um í öðrum dálki, öðru marki Blika. Þessi einkunn er með fyrirvara um það að ef sjónvarpsupptökur sýna að það var rétt ákvörðun, þá hækkar hann upp í 7,5. Hann gerði nefnilega margt rétt líka.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson ('82)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson ('87)
10. Jón Vilhelm Ákason
20. Gylfi Veigar Gylfason ('46)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
8. Hallur Flosason ('87)
13. Arsenij Buinickij
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('82)
17. Ragnar Már Lárusson
23. Ásgeir Marteinsson ('46)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Teitur Pétursson

Gul spjöld:
Ingimar Elí Hlynsson ('70)

Rauð spjöld: