Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Breiðablik
1
2
Víkingur Ó.
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson '33
Andri Rafn Yeoman '48 1-1
1-2 Kenan Turudija '83
Kenan Turudija '90
01.05.2016  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1731
Maður leiksins: Kenan Turudija
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('79)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('70)
8. Arnþór Ari Atlason
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('70)
23. Daniel Bamberg
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
10. Atli Sigurjónsson ('70)
11. Gísli Eyjólfsson ('79)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('77)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Glæsimörk nýliðanna sökktu Blikum
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik var betra liðið í kvöld en Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji Ólafsvíkinga sem og Ejub Purisevic, þjálfari liðsins, viðurkenndu það. Víkingarnir skoruðu hins vegar tvö rosaleg mörk sem Blikar gátu lítið gert í.
Bestu leikmenn
1. Kenan Turudija
Bosníumaðurinn var flottur í kvöld. Hann byrjaði leikinn vel og sýndi að hann er góður fótboltamaður. Hann kórónaði síðan góðan leik með stórglæsilegu marki er hann átti skot utan teigs sem fór í slánna og stöngina áður en það hafnaði í markinu.
2. Cristian Martinez Liberato
Vörn Ólafsvíkinga var ekki alltof sannfærandi í kvöld. Klaufaskapur framherja Breiðabliks sem og fínar vörslur frá Spánverjanum eiga stóran þátt í sigrinum.
Atvikið
Bæði mörk Víkinga. Þorsteinn Már átti mjög gott skot í fyrri hálfleik sem Gunnleifur átti ekki möguleika í. Kenan Turudija gerði hins vegar ennþá betur með skotinu sínu sem er lýst vel hér að ofan.
Hvað þýða úrslitin?
Flestir spáðu Blikum sigri í kvöld. Úrslitin gætu þýtt að Blikarnir verða ekki eins sterkir í sumar og menn bjuggust við. Ólafsvíkingar gætu orðið spútník lið sumarsins með svona úrslitum.
Vondur dagur
Höskuldur Gunnlaugsson - Hann er betri en það sem hann sýndi í kvöld. Það kom lítið úr honum og fór hann illa með álitlegar stöður oftar en einu sinni. Honum var síðan kippt útaf þegar 20 mínútur voru eftir.
Dómarinn - 8
Ívar Orri Kristjánsson var með fulla stjórn á leiknum og ekki eitt einasta atvik sem undirritaður man eftir að hann hafi gert illa í. Aðalatriðið var fótboltinn í kvöld og ekki dómgæsla. Vonandi það sem koma skal í sumar.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
12. Þórhallur Kári Knútsson ('78)
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic ('85)
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('85)
8. William Dominguez da Silva ('78)
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Emir Dokara ('29)
Kenan Turudija ('44)
Alfreð Már Hjaltalín ('57)

Rauð spjöld:
Kenan Turudija ('90)