Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
2' 0
0
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
3' 0
0
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
3' 0
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
1' 0
0
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
1' 0
0
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
46' 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
45' 1
1
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
45' 0
1
Fram
Mjólkurbikar karla
Haukar
45' 2
2
Vestri
Fram
5
0
KR
Steven Lennon '3 1-0
Steven Lennon '4 2-0
Steven Lennon '38 3-0
Steven Lennon '54 4-0
Steven Lennon '80 , víti 5-0
13.02.2012  -  19:30
Egilshöll
Reykjavíkurmót - úrslitaleikur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson ('65)
11. Almarr Ormarsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Ingi Halldórsson ('35)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Lennon lék sér að KR-ingum og skoraði fimm
Heitasti leikmaðurinn á Íslandi í dag er Steven Lennon, sóknarmaður Fram, þessi snjalli sóknarmaður lék á als oddi í kvöld og skoraði öll fimm mörk Fram í 5-0 sigri á KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Hann átti stóran þátt í því að Fram bjargaði sér frá falli í fyrra og hefur svo verið besti leikmaður Reykjavíkurmótsins. Ef hann heldur uppteknum hætti verða mörkin hans í sumar ansi mörg.

KR-ingar vilja gleyma þessum leik í kvöld. Langstærstan hluta hans voru þeir algjörlega á hælunum. Vörnin skammarlega léleg og miðjan átti ekkert í miðju Fram-liðsins.

Eftir tvö einstaklingsmistök á fyrstu fjórum mínútunum var Fram skyndilega komið tveimur mörkum yfir. Flestir áhorfendur voru ekki mættir í Egilshöllina þegar þetta átti sér stað. Í fyrsta markinu tapaði Egill Jónsson boltanum og Gunnar Þór Gunnarsson í því síðara.

Lennon skoraði svo þriðja mark sitt eftir að hafa leikið léttilega á Gunnar og það fjórða kom í seinni hálfleik og var eftir stórglæsilegt einstaklingsframtak. Síðasti naglinn í kistuna kom svo úr vítaspyrnu sem hann krækti sjálfur í.

Framliðið leit mjög vel út í kvöld og hefði í raun getað skorað fleiri mörk. Lennon fór illa með annað mjög gott færi og þá skaut Halldór Hermann Jónsson framhjá úr algjöru dauðafæri. Ef lykilmenn Fram haldast heilir getur Fram átt ansi gott sumar í vændum.

Þó enn sé febrúar hlýtur svona stórt tap að hringja einhverjum aðvörunarbjöllum hjá KR. Þó Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson hafi ekki verið með í kvöld þá á jafn öflugur leikmannahópur og KR býr yfir að höndla það betur.
Byrjunarlið:
5. Egill Jónsson ('46)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Baldur Sigurðsson ('66)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('66)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Egill Jónsson ('33)

Rauð spjöld: