FH
1
1
Víkingur Ó.
Steven Lennon '28 1-0
1-1 Hrvoje Tokic '86
30.05.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Sól, blíða og tveggja tölustafa hiti. Grænt og rennislétt gras. Frábært!
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1530
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('86)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('82)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('67)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
4. Pétur Viðarsson
16. Sonni Ragnar Nattestad
17. Atli Viðar Björnsson ('82)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('86)
22. Jeremy Serwy ('67)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Steven Lennon ('68)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Víkingar tóku stig í lokin í Krikanum.
Hvað réði úrslitum?
Færanýting. FH fengu fullt af færum til að skora mark númer tvö, það gekk ekki og vel útfært skyndiupphlaup þar sem markamaskínan Tokic nýtti sitt og tók þar með stigið með vestur á Snæfellsnes og svipti heimamenn tveimur.
Bestu leikmenn
1. Kassim Doumbia
Bestur heimamanna, réð við Tokic lengst af leik, var nálægt því að skora og á fullri ferð allan tímann. Klárlega sá FH-ingur sem mest vildi vinna leikinn.
2. Cristiano Rodriguez
Markmaður Víkinga átti flottan leik í kvöld, varði minnst þrisvar úr dauðafærum heimamanna. Kannski ekki allt einhverjar dúndrur en þú þarft að vera þarna til að stoppa málin.
Atvikið
Steven Lennon fékk gult spjald á býsna sérstakan hátt. Leikurinn var í fullum gangi en eitthvað henti utan vallar svo að einn varaboltinn rann inná. Í stað þess að skila honum beint útaf aftur ákvað Lennon að sparka honum inn á sóknarsvæðið þar sem Víkingar voru í sókn. Gunnar Jarl brást að sjálfsögðu við með spjaldi fyrir slíkt bull.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin eru áfram jöfn að stigum með 11 stykki, Stjörnumenn og Blikar gætu nýtt sér það í kvöld.
Vondur dagur
Í færunum hjá FH voru menn ekki með kveikt á sér. Lennon fékk þau flest og nagar handarbök í kvöld.
Dómarinn - 10,0
Velkominn heim mr. Gunnar Jarl. Dómarateymið átti bara fullkomin dag, hélt góðri línu án þess að lenda í nokkrum vandræðum.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
8. William Dominguez da Silva ('61)
11. Gísli Eyjólfsson
12. Þórhallur Kári Knútsson ('90)
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('61)
7. Tomasz Luba
21. Fannar Hilmarsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Pape Mamadou Faye ('90)

Rauð spjöld: